Stimpilgjald - hlutaskipting félags

E.g., 2018-04-23
E.g., 2018-04-23
 • Alþjóðlegur samningur gegn skattundanskotum

  Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins:

  Fjölþjóðasamningurinn (Multilateral Instrument, MLI) tengist aðgerðaáætluninni gegn skattundandrætti skattsvikum og skattaflótta sem unnið hefur verið að frá árinu 2014 (Base Erosion and Profit Shifting, BEPS). Að baki áætluninni stóðu aðildarríki OECD ásamt G20-ríkjunum. Ísland tók virkan þátt í mótun og samþykkt BEPS aðgerðaáætlunarinnar. Hún felst í 15 aðgerðum, m.a. að vinna gegn þróun hjá alþjóðafyrirtækjum að komast hjá skattgreiðslum, t.d. með því að nýta glufur vegna mismunandi skattareglna í ríkjum sem gert hafa tvísköttunarsamning sín á milli. Nýi samningurinn felst annars vegar í því að eldri tvísköttunarsamningum verður breytt og ákvæði MLI ganga framar tilgreindum ákvæðum í gildandi tvísköttunarsamningi þátttökuríkja. Í farvatninu eru ýmsar afleiddar breytingar af BEPS og MLI sem rata munu inn í tvísköttunarsamningsfyrirmynd OECD. Meginmarkmið breytinganna er að taka af öll tvímæli um að tvísköttunarsamningum sé hvorki ætlað að ná fram lítilli eða engri skattlagningu né tvískattlagningu heldur standa gegn misnotkun og skattasniðgöngu.

 • Viðræður um tvísköttunarsamning við Japan

  Í frétt af vefsíðu Efnahags- og fjármálaráðuneytisins kemur eftirfarandi fram: "Í vikunni hefjast viðræður um gerð tvísköttunarsamnings við Japan. Fyrsti formlegi fundur samninganefnda ríkjanna fer fram í Tókýó og hefst fundurinn þann 17. maí nk. Fyrir íslensku samninganefndinni fer Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en auk hennar eiga sæti í nefndinni Ása Ögmundsdóttir lögfræðingur í ráðuneytinu og Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðstjóri á alþjóðasviði ríkisskattstjóra."

 • Skipti á upplýsingum milli Íslands og Hollands

  *****

  Tilkynningu frá hollenskum skattyfirvöldum er að finna í tengli með fréttinni. Engin tilkynning hefur komið af hálfu fjármálaráðuneytisins. Helstu ákvæði minnisblaðsins:

   

  Exchange of information

  3. Automatic exchange of information

  3.1. The competent authorities of Iceland and the Netherlands will automatically provide each other with information - if available - about:

  • Immovable property (OECD code 6); as far as the Netherlands is concerned: ownership and value of immovable property; as far as Iceland is concerned: income from immovable property;
  • Business profits (OECD code 7);
  • Dividends (OECD code 10);
  • Interest (OECD code 11);
  • Income from independent personal services (OECD code 14);
  • Income consisting of salaries, wages and other similar remunerations (OECD codes 15);
  • Directors’ fees (OECD code 16);
  • Income of artists and sportsmen (OECD code 17);
  • Income from pensions, annuities, social security benefits and other similar remunerations (OECD codes 18 and 19);
  • Payments to students for education and training (OECD code 20);
  • Other income (OECD code 21).

   

  3.2. The information referred to in paragraph 1 will be provided periodically and at least once per calendar year. Information with regard to a certain calendar year is provided instantly -if possible- and at any rate within six months after the end of the calendar year it relates to.

   

  3.3. If it should appear that the information - provided within the scope of the automatic exchange - is incorrect or incomplete, the competent authorities are obliged to contact each other about this as soon as possible. The same will apply to technical problems or difficulties in converting the data provided.

   

  3.4. The Participants will endeavour to send each other the above mentioned categories of data spontaneously if the automatic exchange is not (yet) possible.

   

  4. Incidental target group campaigns

  The competent authorities can agree by exchange of letters to exchange categories of information, other than the above mentioned categories, automatically or intensified spontaneously for a certain period.

 • Dómur Evrópudómstólsins í máli nr. C-283/15 X v. Staatssecretaris van Financiën

  *****

  Málavextir eru þeir að skattaðili heimilisfastur á Spáni fékk allar sínar tekjur frá tveimur öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins, annars vegar 60% frá Hollandi og hins vegar 40% frá Sviss. Almennt er það þannig að einungis því ríki sem skattaðili er búsettur (heimaríki eða heimilisfestisríki) skattleggur allar tekjur viðkomandi, hvort sem þær eru upprunnar frá heimaríki eða öðrum ríkjum. Heimaríki ber jafnframt að taka tillit til persónulegra aðstæðna skattaðilans, þ.e. veita ívilnanir skv. landslögum sem ætlað er að taka mið af getu skattaðilans til að greiða (e. ability to pay).

   

  Þar sem skattaðilinn hafði engar tekjur frá sínum heimaríki sem mynduðu skattstofn gat Spánn ekki veitt neina ívilnun sem tók mið af hans persónulegu stöðu (s.s. persónuafslátt o.fl.). Þá naut hann heldur ekki ívilnana í Hollandi eða Sviss þar sem skattaðilinn var ekki búsettur þar (ekki skattalega heimilisfastur þar). Ef skattaðilinn hefði verið búsettur (heimilisfastur) í Hollandi hefði hann hins vegar geta dregið frá kostnaði tengdum rekstri á húsnæði og um þann kostnað snérist ágreiningurinn. Fór málið fyrir dómstóla í Hollandi þar sem leitað var ráðgefandi álits Evrópudómstólsins.

   

  Sambærilegt álitaefni hafði áður verið leyst úr með dómi í máli Schumacker C-279/93, þar sem aðildarríki, þar sem skattaðili aflaði nær allra sinna tekna, var talið skylt að veita erlenda skattaðilanum ívilnanir líkt og hann væri heimilisfastur í því ríki. Má hér benda á að í kjölfar dómsins var lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, breytt til að mæta þessari skuldbindingu, sbr. 70. a. gr. laganna, þar sem erlendur aðili getur notið ívilnana (persónuafsláttar, barnabóta, vaxtabóta o.fl.) ef hann hefur eigi minna en 75% sinna tekna frá Íslandi.

   

  Niðurstaða dómstólsins í þessu máli var sú að það fordæmi sem skapað var í máli Schumacker ætti að fullu við í þessum aðstæðum, þ.e. þegar skattaðili aflar nær allra sinna tekna í fleiru en einu aðildarríki. Við þær aðstæður ættu ríkin að veita skattaðilanum ívilnanir líkt og skattaðilinn væri með heimilisfesti í þeim ríkjum, hlutfallslega m.v. þær tekjur sem hann aflar frá því ríki af heildartekjum.

   

  Líkt og tekið er fram að ofan, þá var tekjuskattslögum breytt í kjölfar Schumacker. Ákvæði 70. a. gr. takmarkast hins vegar við þær aðstæður þegar skattaðili hefur 75% eða meira af tekjum sínum frá Íslandi en skv. dómnum verða ríki að veita ívilnun einnig í þeim tilfellum þegar skattaðili hefur lægra hlutfall frá Íslandi svo lengi sem hans heimaríki getur ekki veitt honum ívilnun. Gera má því ráð fyrir að breyta þurfi ákvæðinu til að samrýmast dómnum.

 • Dómur mannréttindadómstóls Evrópu – Ne bis idem

  Þann 15. nóvember 2016 féll dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli A og B gegn Noregi. Málið varðar fyrirkomulag skattamála í Noregi og hvort það stæðist ákvæði 4. gr. viðauka 7 Mannréttindasáttmála Evrópu, um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sama brots (ne bis idem). Málið svipar mikið til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu, sem beðið hefur verið eftir um nokkuð langt skeið. Um það mál hefur áður verið fjallað í Skattatíðindum [sjá hér] auk þess sem starfsmenn KPMG birtu grein í Morgunblaðinu, í kjölfar dóma mannréttindadómstólsins (MDE) gegn Finnlandi.

   

  Líkt og fram kemur í greininni þá er fyrirkomulag refsimála vegna skattalagabrota á Íslandi með þeim hætti að fyrst fer sérstök skattrannsókn fram og að henni lokinni er mál aðskilið í tvo hluta sem sæta sitt hvorri málsmeðferðinni. Annars vegar skattaþátt máls sem snýr að leiðréttingu skattskila, sem sendur er ríkisskattstjóra til uppkvaðningar nýs úrskurðar um opinber gjöld auk 25% álags á vantalda skattstofna. Hins vegar refsiþátt máls, sem ýmist er sektarmeðferð fyrir stjórnvaldi eða opinber lögreglurannsókn og sakamál fyrir dómi, sem leitt getur til fangelsisrefsingar auk sekta.

   

  Samkvæmt dómaframkvæmd MDE eru fjögur skilyrði sem þurfa að vera til staðar svo um tvöfalda refsimeðferð sé að ræða, sem sáttmálinn leggur bann við; 1) að báðar málsmeðferðirnar teljist refsimeðferðir, þ.e. að mönnum sé gerð „refsing“ í skilningi sáttmálans, 2) að refsingarnar séu vegna „sama brots“, 3) að endanleg ákvörðun liggi fyrir og 4) að málsmeðferð sé endurtekin, þ.e. að ný málsmeðferð sé hafin vegna sama brots eftir að endanleg ákvörðun liggur fyrir.

   

  Í fjölmörgum málum fyrir íslenskum dómstólum hefur það sjónarmið verið fært fram að fyrirkomulag skattamála á Íslandi standist ekki sáttmálann. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 371/2010, uppkveðinn þann 22. september 2010, vegur þar þyngst en síðari dómar hafa vísað til fordæmisgildis hans. Í málinu var það mat Hæstaréttar að annað skilyrðið væri ekki uppfyllt, þ.e. að refsingarnar væru ekki vegna „sama brots“. Um það sagði Hæstiréttur að MDE hefði í eldri málum hafnað því að um sama brot væri að ræða þegar fjallað væri annars vegar um endurákvörðun skatta og beitingu álags og hins vegar um refsingar í öðru máli í tilefni af sömu málsatvikum. Af hálfu skattaðilans var því haldið fram að túlkun á þessu skilyrði hefði breyst með dómi MDE í máli Zolotukhin gegn Rússlandi sem nýverið hafði þá verið kveðinn upp. Um mál Zolotukhin og þá dóma sem eftir komu, þar sem hinni breyttu túlkun hafði verið beitt, sagði Hæstiréttur að ekkert þeirra mála lyti að beitingu álags og ákvörðun refsingar vegna brota á skattalögum. Hæstiréttur taldi því engin skýr fordæmi MDE fyrir því að beita skyldi þeirri túlkun í skattamálum.

   

  Í grein KPMG var á það bent að nýlegir dómar MDE, sem snéru allir að meðferð skattalagabrota í Finnlandi, hefði dómstóllinn beitt þeirri túlkun sem fram kom í Zolotukhin í skattamálum. Sú meginforsenda sem Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína á, um að ekki væri brot á sáttmálanum að ræða, fengist því líklega ekki staðist. Í nýföllnum dómi í máli A og B gegn Noregi, er komist að þeirri niðurstöðu að um „sama brot“ hafi verið að ræða, líkt og dómar MDE gegn Finnlandi höfðu gefið vísbendingu um. Hins vegar kemst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að fjórða skilyrðið sé ekki til staðar, þ.e. að ekki sé um endurtekna málsmeðferð að ræða.

   

  Hvað varðar mat á þessu skilyrði þá tekur dómstóllinn fram, í fyrsta lagi, að hann hafi ekki athugasemdir við þær ástæður sem liggja að baki fyrirkomulagi skattamála í Noregi, þ.e. að skattálaginu væri ætlað að vera hvetjandi fyrir skattaðila að skila inn réttum upplýsingum á meðan refsimeðferðinni væri ætlað að hafa varnaðar- og refsiáhrif. Í öðru lagi þá hlyti skattaðilinn að hafa vitað af þeim möguleika að hann gæti þurft að sæta bæði saksókn og skattálagi. Í þriðja lagi tekur dómstólinn fram að málin hafi verið rekin samhliða hvoru öðru og að þau hafi verið samtengd. Þannig hefðu staðreyndir sem færðar voru fram í öðru málinu verið notaðar í hinu málinu. Þá hafi, við mat á refsingu í refsimálinu, verið tekið tillit til skattálagsins og þannig hafi meðalhófs verið gætt við ákvörðun heildarrefsingar.

   

  Á þessum forsendum taldi dómstólinn ljóst að skattaðilinn hafi ekki sætt mismunun eða órétti vegna fyrirkomulags skattamála í Noregi. Taldi hann málin tvö nægjanlega samofin efnislega og í tíma þannig að hægt sé að líta á þau sem órjúfanlegan þátt í því að beita viðurlögum við skattalagabrotum í Noregi.

 • Strangari reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti og skattundanskoti

  Í hlekk með frétt má nálgast fréttatilkynningu frá Evrópuþinginu (á ensku).

 • Fastar starfsstöðvar í Svíþjóð - staðgreiðsla

  Sænsk skattyfirvöld hafa ennfremur tilkynnt að erlendur vinnuveitandi, með starfsstöð í Svíþjóð, geti ekki samið við starfsmenn um að uppfylla þessar skyldur sínar.

   

  Þessi breyting getur þýtt að íslensk fyrirtæki, með fasta starfsstöð í Svíþjóð, gætu þurft að endurskoða verkferla í sambandi við staðgreiðslu skatts af launum starfsmanna vegna vinnu þeirra í Svíþjóð.

   

  Nánari upplýsingar má nálgast í hlekk (á sænsku).

 • Upplýsingar um greidda skatta félaga, samtaka og sjóða gerðar opinberar í Danmörku

  Leitina má nálgast í hlekk með frétt.

 • Skýrsla Evrópusambandsins um ívilnanir vegna rannsókna og þróunar (R&D)

  Skýrsluna má nálgast í hlekk með fréttinni.

 • Frelsi til að veita þjónustu

  Dóminn má nálgast í hlekk með frétt.