Velkomin á heimasíðu Skattatíðinda.is

Breytingar á sköttum og öðrum opinberum gjöldum eru tíðar. Breytingarnar skipta einstaklinga og fyrirtæki miklu máli og því er mikilvægt að fylgjast vel með. Á heimasíðu Skattatíðinda má ávallt nálgast nýjustu upplýsingar á aðgengilegan og einfaldan hátt.

 

Ef einhverjar spurningar vakna eru starfsmenn KPMG ehf. ávallt reiðubúnir að aðstoða.

E.g., 2017-08-20
E.g., 2017-08-20
 • Alþjóðlegur samningur gegn skattundanskotum

  Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins:

  Fjölþjóðasamningurinn (Multilateral Instrument, MLI) tengist aðgerðaáætluninni gegn skattundandrætti skattsvikum og skattaflótta sem unnið hefur verið að frá árinu 2014 (Base Erosion and Profit Shifting, BEPS). Að baki áætluninni stóðu aðildarríki OECD ásamt G20-ríkjunum. Ísland tók virkan þátt í mótun og samþykkt BEPS aðgerðaáætlunarinnar. Hún felst í 15 aðgerðum, m.a. að vinna gegn þróun hjá alþjóðafyrirtækjum að komast hjá skattgreiðslum, t.d. með því að nýta glufur vegna mismunandi skattareglna í ríkjum sem gert hafa tvísköttunarsamning sín á milli. Nýi samningurinn felst annars vegar í því að eldri tvísköttunarsamningum verður breytt og ákvæði MLI ganga framar tilgreindum ákvæðum í gildandi tvísköttunarsamningi þátttökuríkja. Í farvatninu eru ýmsar afleiddar breytingar af BEPS og MLI sem rata munu inn í tvísköttunarsamningsfyrirmynd OECD. Meginmarkmið breytinganna er að taka af öll tvímæli um að tvísköttunarsamningum sé hvorki ætlað að ná fram lítilli eða engri skattlagningu né tvískattlagningu heldur standa gegn misnotkun og skattasniðgöngu.

 • Viðræður um tvísköttunarsamning við Japan

  Í frétt af vefsíðu Efnahags- og fjármálaráðuneytisins kemur eftirfarandi fram: "Í vikunni hefjast viðræður um gerð tvísköttunarsamnings við Japan. Fyrsti formlegi fundur samninganefnda ríkjanna fer fram í Tókýó og hefst fundurinn þann 17. maí nk. Fyrir íslensku samninganefndinni fer Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en auk hennar eiga sæti í nefndinni Ása Ögmundsdóttir lögfræðingur í ráðuneytinu og Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðstjóri á alþjóðasviði ríkisskattstjóra."

 • Fyrirhugaðar breytingar á ýmsum skattalögum

   

  Meginefni frumvarpsins.

  Í frumvarpinu er að finna eftirfarandi tillögur að lagabreytingum:

  Í fyrsta lagi eru lagðar til nokkrar leiðréttingar á lögum um tekjuskatt og lögum um tryggingagjald. Ekki er um efnisbreytingar að ræða. 

   

  Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á samsköttun félaga. Í þeim breytingum felst að samsköttun félaga verði einnig leyfð með hlutafélögum heimilisföstum í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, ásamt föstum starfsstöðvum félaga innan Evrópska efnahagssvæðisins. 

   

  Í þriðja lagi er lagt til að felld verði brott sú undantekning að ákvæði um takmörkun á frádrætti vaxta­gjalda eigi ekki við, í því tilviki að lánveitandi beri ótakmarkaða skatt­skyldu hérlendis. 

   

  Í fjórða lagi er lagt til að lögfest verði nýtt ákvæði um skattlagningu leigutekna vegna útleigu íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis og annars húsnæðis í eigu einstaklinga. 

   

  Í fimmta lagi er lögð til undanþága og endurgreiðsla virðisaukaskatts og annarra skatta og gjalda á grundvelli alþjóða­samninga, tvíhliða samninga eða sérstakra laga þar um. 

   

  Í sjötta lagi er lagt til að saknæmi brota gegn ákvæðum tollalaga, þ.e. verknaðar við veitingu rangra eða villandi upplýsinga við innflutning eða vanrækslu upplýsingagjafar, verði bundið við að þau hafi verið framin af ásetningi eða einföldu gáleysi en ekki af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. 

   

  Í sjöunda lagi er lagt til að fellt verði brott ákvæði í tollalögum vegna takmörkunar á útflæði gjaldeyris. 

   

  Í áttunda lagi er lögð til sú breyting að vörugjald af grindarbílum verði 13%. 

   

  Í níunda lagi eru lagðar til leiðréttingar á viðauka XIX við lög um úrvinnslugjald.

 • Skipti á upplýsingum milli Íslands og Hollands

  *****

  Tilkynningu frá hollenskum skattyfirvöldum er að finna í tengli með fréttinni. Engin tilkynning hefur komið af hálfu fjármálaráðuneytisins. Helstu ákvæði minnisblaðsins:

   

  Exchange of information

  3. Automatic exchange of information

  3.1. The competent authorities of Iceland and the Netherlands will automatically provide each other with information - if available - about:

  • Immovable property (OECD code 6); as far as the Netherlands is concerned: ownership and value of immovable property; as far as Iceland is concerned: income from immovable property;
  • Business profits (OECD code 7);
  • Dividends (OECD code 10);
  • Interest (OECD code 11);
  • Income from independent personal services (OECD code 14);
  • Income consisting of salaries, wages and other similar remunerations (OECD codes 15);
  • Directors’ fees (OECD code 16);
  • Income of artists and sportsmen (OECD code 17);
  • Income from pensions, annuities, social security benefits and other similar remunerations (OECD codes 18 and 19);
  • Payments to students for education and training (OECD code 20);
  • Other income (OECD code 21).

   

  3.2. The information referred to in paragraph 1 will be provided periodically and at least once per calendar year. Information with regard to a certain calendar year is provided instantly -if possible- and at any rate within six months after the end of the calendar year it relates to.

   

  3.3. If it should appear that the information - provided within the scope of the automatic exchange - is incorrect or incomplete, the competent authorities are obliged to contact each other about this as soon as possible. The same will apply to technical problems or difficulties in converting the data provided.

   

  3.4. The Participants will endeavour to send each other the above mentioned categories of data spontaneously if the automatic exchange is not (yet) possible.

   

  4. Incidental target group campaigns

  The competent authorities can agree by exchange of letters to exchange categories of information, other than the above mentioned categories, automatically or intensified spontaneously for a certain period.

 • Skattlagning heimagistingar

  Greinina er að finna í hlekk með fréttinni.

   

 • Dómur Evrópudómstólsins í máli nr. C-283/15 X v. Staatssecretaris van Financiën

  *****

  Málavextir eru þeir að skattaðili heimilisfastur á Spáni fékk allar sínar tekjur frá tveimur öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins, annars vegar 60% frá Hollandi og hins vegar 40% frá Sviss. Almennt er það þannig að einungis því ríki sem skattaðili er búsettur (heimaríki eða heimilisfestisríki) skattleggur allar tekjur viðkomandi, hvort sem þær eru upprunnar frá heimaríki eða öðrum ríkjum. Heimaríki ber jafnframt að taka tillit til persónulegra aðstæðna skattaðilans, þ.e. veita ívilnanir skv. landslögum sem ætlað er að taka mið af getu skattaðilans til að greiða (e. ability to pay).

   

  Þar sem skattaðilinn hafði engar tekjur frá sínum heimaríki sem mynduðu skattstofn gat Spánn ekki veitt neina ívilnun sem tók mið af hans persónulegu stöðu (s.s. persónuafslátt o.fl.). Þá naut hann heldur ekki ívilnana í Hollandi eða Sviss þar sem skattaðilinn var ekki búsettur þar (ekki skattalega heimilisfastur þar). Ef skattaðilinn hefði verið búsettur (heimilisfastur) í Hollandi hefði hann hins vegar geta dregið frá kostnaði tengdum rekstri á húsnæði og um þann kostnað snérist ágreiningurinn. Fór málið fyrir dómstóla í Hollandi þar sem leitað var ráðgefandi álits Evrópudómstólsins.

   

  Sambærilegt álitaefni hafði áður verið leyst úr með dómi í máli Schumacker C-279/93, þar sem aðildarríki, þar sem skattaðili aflaði nær allra sinna tekna, var talið skylt að veita erlenda skattaðilanum ívilnanir líkt og hann væri heimilisfastur í því ríki. Má hér benda á að í kjölfar dómsins var lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, breytt til að mæta þessari skuldbindingu, sbr. 70. a. gr. laganna, þar sem erlendur aðili getur notið ívilnana (persónuafsláttar, barnabóta, vaxtabóta o.fl.) ef hann hefur eigi minna en 75% sinna tekna frá Íslandi.

   

  Niðurstaða dómstólsins í þessu máli var sú að það fordæmi sem skapað var í máli Schumacker ætti að fullu við í þessum aðstæðum, þ.e. þegar skattaðili aflar nær allra sinna tekna í fleiru en einu aðildarríki. Við þær aðstæður ættu ríkin að veita skattaðilanum ívilnanir líkt og skattaðilinn væri með heimilisfesti í þeim ríkjum, hlutfallslega m.v. þær tekjur sem hann aflar frá því ríki af heildartekjum.

   

  Líkt og tekið er fram að ofan, þá var tekjuskattslögum breytt í kjölfar Schumacker. Ákvæði 70. a. gr. takmarkast hins vegar við þær aðstæður þegar skattaðili hefur 75% eða meira af tekjum sínum frá Íslandi en skv. dómnum verða ríki að veita ívilnun einnig í þeim tilfellum þegar skattaðili hefur lægra hlutfall frá Íslandi svo lengi sem hans heimaríki getur ekki veitt honum ívilnun. Gera má því ráð fyrir að breyta þurfi ákvæðinu til að samrýmast dómnum.

 • Permanent establishment under the Icelandic Income Tax Act

  Permanent establishment

  cf. Act no. 112/2016, effective from January 1, 2016 (draft translation made by KPMG, not to be relied upon).

   

  Fixed place of business, cf. 4. Point, Paragraph 1, Article 3, means a permanent establishment where the activities of an enterprise is wholly or partly carried out.

   

  A building site or construction or installation project constitutes a fixed place of business only if it lasts more than six months.

   

  Notwithstanding Paragraph 1 and 2 a company is not considered having a fixed place of business in Iceland due to activity which is solely intended to prepare, support or run other operations of the company, including the use of facilities solely for the purpose of storage of documents, display or delivery of goods or merchandise or collecting information for the company. The disposal of a company on servers and associated computer equipment for the use of the said activity does not, on its own, form a fixed place of business.

   

  If company or individual which it has close connection with operates more than one establishment in Iceland where integrated activities take place then it shall be assessed as a whole when evaluating whether it’s preparatory or auxiliary activities. A party is considered having close connection to a company under this paragraph if one has control over the other or both are under control of the same parties.

   

  Company is not considered having fixed place of business in Iceland despite it conducts business in Iceland through broker, agent or other independent intermediary, if this intermediaries operate within the boundaries of their normal business. If intermediary which is not independent conducts operations for a company and has authorization to conclude contracts on behalf of the company in Iceland or generally plays the principal role leading to the conclusion of contracts without material modification by the enterprise, then the company is considered having a fixed place of business in Iceland. This, however, does not apply if the operations of the said party is limited to the operations mentioned in paragraph 3 and which would not make this fixed place of business a permanent establishment according to the paragraph despite paid from permanent establishment.

   

  The fact that a company which is a resident of a Contracting State controls or is controlled by a company which is a resident of Iceland, or which carries on business in Iceland, whether through a permanent establishment or otherwise, shall not of itself constitute either company a permanent establishment of the other.

   

  The Ministry shall by way of Regulation lay down more specific provision on the execution of this provision (regulation no. 1165/2016).

 • Nýr tölfræðivefur RSK

  Úr tilkynningu RSK:

  "Í dag opnaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, nýjan tölfræðivef ríkisskattstjóra sem birtir myndræna framsetningu og samanburð á tölulegum upplýsingum úr gagnagrunnum RSK. Fyrst um sinn verður efni vefjarins skipt upp í tvo megin þætti, þ.e. upplýsingar um einstaklinga og atvinnurekstur. Með tímanum má gera ráð fyrir að efnisinnhald vaxi og fjölbreyttari upplýsingar verði aðgengilegri. Það er von ríkisskattstjóra að vefur þessi geti veitt almenningi innsýn í hagtölur, veitt innlegg uppbyggilegar umræður og verið ganglegur fyrir sem flesta.

   

 • Tíund - Desember 2016

  Efni Tíundar að þessu sinni er eftirfarandi:

  1.  Leiðarinn
  2.  Potemkin-tjöld aflandsfélaga
  3.  Aukin þjónusta vegna álagningar og innheimtu
  4.  Hagskýrslugerð og skattframtöl
  5.  Virðisaukaskattur
  6.  Inga Jóna Óskarsdóttir formaður FBO
  7.  Birting álagningar
  8.  Rafrænn persónuafsláttur
  9.  Annáll nútíma skattasögu
  10. Ársreikningaskrá
  11. Aflandsfélög
  12. Álagning lögaðila 2016
  13. Raunverulegur eigandi
  14. Úrskurðir yfirskattanefndar
  15. Dómar
  16. Bindandi álit
  17. Lokaorðið
  18. Upplýsingatafla RSK