Velkomin á heimasíðu Skattatíðinda.is

Breytingar á sköttum og öðrum opinberum gjöldum eru tíðar. Breytingarnar skipta einstaklinga og fyrirtæki miklu máli og því er mikilvægt að fylgjast vel með. Á heimasíðu Skattatíðinda má ávallt nálgast nýjustu upplýsingar á aðgengilegan og einfaldan hátt.

 

Ef einhverjar spurningar vakna eru starfsmenn KPMG ehf. ávallt reiðubúnir að aðstoða.

E.g., 2017-06-24
E.g., 2017-06-24
 • Skipti á upplýsingum milli Íslands og Hollands

  *****

  Tilkynningu frá hollenskum skattyfirvöldum er að finna í tengli með fréttinni. Engin tilkynning hefur komið af hálfu fjármálaráðuneytisins. Helstu ákvæði minnisblaðsins:

   

  Exchange of information

  3. Automatic exchange of information

  3.1. The competent authorities of Iceland and the Netherlands will automatically provide each other with information - if available - about:

  • Immovable property (OECD code 6); as far as the Netherlands is concerned: ownership and value of immovable property; as far as Iceland is concerned: income from immovable property;
  • Business profits (OECD code 7);
  • Dividends (OECD code 10);
  • Interest (OECD code 11);
  • Income from independent personal services (OECD code 14);
  • Income consisting of salaries, wages and other similar remunerations (OECD codes 15);
  • Directors’ fees (OECD code 16);
  • Income of artists and sportsmen (OECD code 17);
  • Income from pensions, annuities, social security benefits and other similar remunerations (OECD codes 18 and 19);
  • Payments to students for education and training (OECD code 20);
  • Other income (OECD code 21).

   

  3.2. The information referred to in paragraph 1 will be provided periodically and at least once per calendar year. Information with regard to a certain calendar year is provided instantly -if possible- and at any rate within six months after the end of the calendar year it relates to.

   

  3.3. If it should appear that the information - provided within the scope of the automatic exchange - is incorrect or incomplete, the competent authorities are obliged to contact each other about this as soon as possible. The same will apply to technical problems or difficulties in converting the data provided.

   

  3.4. The Participants will endeavour to send each other the above mentioned categories of data spontaneously if the automatic exchange is not (yet) possible.

   

  4. Incidental target group campaigns

  The competent authorities can agree by exchange of letters to exchange categories of information, other than the above mentioned categories, automatically or intensified spontaneously for a certain period.

 • Permanent establishment under the Icelandic Income Tax Act

  Permanent establishment

  cf. Act no. 112/2016, effective from January 1, 2016 (draft translation made by KPMG, not to be relied upon).

   

  Fixed place of business, cf. 4. Point, Paragraph 1, Article 3, means a permanent establishment where the activities of an enterprise is wholly or partly carried out.

   

  A building site or construction or installation project constitutes a fixed place of business only if it lasts more than six months.

   

  Notwithstanding Paragraph 1 and 2 a company is not considered having a fixed place of business in Iceland due to activity which is solely intended to prepare, support or run other operations of the company, including the use of facilities solely for the purpose of storage of documents, display or delivery of goods or merchandise or collecting information for the company. The disposal of a company on servers and associated computer equipment for the use of the said activity does not, on its own, form a fixed place of business.

   

  If company or individual which it has close connection with operates more than one establishment in Iceland where integrated activities take place then it shall be assessed as a whole when evaluating whether it’s preparatory or auxiliary activities. A party is considered having close connection to a company under this paragraph if one has control over the other or both are under control of the same parties.

   

  Company is not considered having fixed place of business in Iceland despite it conducts business in Iceland through broker, agent or other independent intermediary, if this intermediaries operate within the boundaries of their normal business. If intermediary which is not independent conducts operations for a company and has authorization to conclude contracts on behalf of the company in Iceland or generally plays the principal role leading to the conclusion of contracts without material modification by the enterprise, then the company is considered having a fixed place of business in Iceland. This, however, does not apply if the operations of the said party is limited to the operations mentioned in paragraph 3 and which would not make this fixed place of business a permanent establishment according to the paragraph despite paid from permanent establishment.

   

  The fact that a company which is a resident of a Contracting State controls or is controlled by a company which is a resident of Iceland, or which carries on business in Iceland, whether through a permanent establishment or otherwise, shall not of itself constitute either company a permanent establishment of the other.

   

  The Ministry shall by way of Regulation lay down more specific provision on the execution of this provision (regulation no. 1165/2016).

 • Bifreiðahlunnindi - breytingar á útreikningi

  Ársumráð bifreiðar í eigu launagreiðanda sem keypt er 2014 eða síðar skulu miðast við 28% af upphaflegu kaupverði bifreiðarinnar samkvæmt eignaskrá launagreiðandans eða þess sem innir hlunnindin af hendi. Heimilt er að færa verð bif­reiðar­innar niður um 10% á ári, í fyrsta skipti á árinu eftir kaupár en mest þannig að viðmið­unar­verð til útreiknings á bifreiðahlunnindum verði aldrei lægra en 50% af kaupverði hennar.

   

  Ársumráð bifreiðar í eigu launagreiðanda sem keypt er 2013 eða fyrr skulu miðast við 28% af verði bifreiðarinnar eins og það er skilgreint í bæklingnum Bifreiðaskrá, RSK 6.03, fyrir það ár sem bifreiðin var tekin í notkun. Bifreiðaskrár er að finna á upplýsingavef ríkisskattstjóra, rsk.is. Sé bifreiðin ekki í skránni skal miða við verð á sambærilegum bifreiðum. Heimilt er að færa verð bifreiðarinnar niður um 10% á ári, í fyrsta skipti á árinu eftir kaupár en mest þannig að viðmiðunarverð til útreiknings á bifreiðahlunnindum verði aldrei lægra en 50% af verði hennar.

   

  Ársumráð bifreiðar sem er ekki í eigu launagreiðanda skulu miðast við 28% af verði bifreiðarinnar samkvæmt verðlista við­komandi bifreiðaumboðs þegar launagreiðandi fær umráð yfir bifreiðinni, t.d. þann dag sem bifreið er tekin á leigu. Heimilt er að færa verð bifreiðarinnar niður um 10% á ári, í fyrsta skipti á árinu eftir að launagreiðandi fær umráð yfir henni en mest þannig að viðmiðunarverð til útreiknings á bifreiða­hlunnindum verði aldrei lægra en 50% af verði hennar.

 • Reglugerð um breytingu á reglugerð um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála

   

  Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1240/2015 um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála.

  1. gr.

  Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

  Tilkynningaskyldar fjármálastofnanir skulu halda skrá yfir aðgerðir sem þær ráðast í vegna áreiðan­leika­kannana sem og hvaða gögn þær styðjast við þegar reikningar og reikningshafar eru auð­kenndir.

  2. gr.

  Í stað fylgiskjals skv. b. lið 39. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur nýtt fylgiskjal.

  3. gr.

  Gildistaka.

  Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, tekur þegar gildi.

   

 • Reglugerð um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga

  Úr reglugerð nr. 1202/2016:

   

  1. gr.

  Gildissvið og markmið.

  Reglugerð þessi gildir um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga skv. 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Markmiðið er að laða að erlenda sérfræðinga sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til starfa hér á landi og með því að gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að fá til sín slíka aðila svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi.

   

  2. gr.

  Erlendur sérfræðingur og skilyrði frádráttar.

  Erlendum sérfræðingum, sem ráðnir eru til starfa hér á landi frá og með 1. janúar 2017 og eru skattskyldir á grundvelli 1. eða 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er heimilt að draga 25% tekna skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laganna frá tekjum fyrstu þrjú árin frá ráðningu í starf enda séu skilyrði 2. og 3. mgr. uppfyllt.

  Starfsmaður telst vera erlendur sérfræðingur, óháð ríkisborgararétti, í skilningi reglugerðar þess­arar, sbr. einnig 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, séu eftir­farandi skilyrði uppfyllt:

  1. hann hefur ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári sem hann hóf störf hérlendis; og
  2. hann býr yfir þekkingu eða reynslu sem ekki er fyrir hendi hér á landi eða einungis í litlum mæli.

  Ákvæði 1. og 2. mgr., gilda einungis ef hinn erlendi sérfræðingur:

  1. er ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og sá aðili greiðir honum laun sem sérfræðingi; og
  2. er ráðinn til að sinna verkefnum er krefjast sérþekkingar og reynslu sem ekki er fyrir hendi hér á landi eða í litlum mæli; og
  3. hann starfi á sviði rannsókna, þróunar og/eða nýsköpunar, kennslu eða við úrlausn og/eða uppbyggingu sérhæfðra verkefna; eða
  4. hann sinni framkvæmda- eða verkefnastjórnun eða öðrum verkefnum sem eru lykilþættir í starfsemi fyrirtækisins.

   

  3. gr.

  Form og skilyrði umsóknar.

  Umsókn um frádrátt samkvæmt 2. gr. skal berast til sérstakrar nefndar, sbr. 5. og 6. gr., er metur hvort viðkomandi starfsmaður fellur undir ákvæði reglugerðarinnar. Umsókn skal berast nefndinni eigi síðar en þremur mánuðum frá þeirri dagsetningu sem starfsmaður hóf störf hérlendis ella skal henni hafnað.

  Umsóknin skal vera skrifleg og ítarlega rökstudd með eftirfarandi fylgigögnum sem sýna fram á að starfsmaður uppfylli skilyrði reglugerðarinnar:

  1. fullu nafni og heimilisfangi/aðsetri viðkomandi starfsmanns ásamt staðfestingu Þjóðskrár Íslands á því að skilyrði a-liðar 2. mgr. 2. gr. séu uppfyllt;
  2. staðfestingu á ráðningarsamningi ásamt upplýsingum um laun og hvers konar hlunnindi; og
  3. gögnum er sýna fram á sérþekkingu eða reynslu, s.s. upplýsingar um menntun, starfs­reynslu (ferilskrá) eða annað sem sýnir fram á sérþekkingu og/eða sérhæfingu; og
  4. greinargerð um að umrædd sérþekking eða reynsla sé ekki fyrir hendi hér á landi eða í litlum mæli; og
  5. öðrum gögnum sem umsækjandi telur skipta máli.

   

  4. gr.

  Annmarkar á umsókn.

  Ef rökstuðningur og/eða fylgigögn umsóknar eru ófullnægjandi að mati nefndarinnar skal, eftir því sem nefndin telur ástæðu til, gefa umsækjanda kost á að bæta úr annmörkum. Að jafnaði skal ekki veittur lengri frestur en tvær vikur í því skyni. Verði ekki bætt úr annmörkum að mati nefndarinnar skal vísa umsókninni frá.

   

  5. gr.

  Nefndarskipan.

  Fjármála- og efnahagsráðherra skipar nefnd til að fara yfir umsóknir, sbr. 3. gr., og meta hvort skilyrði 2. gr. séu uppfyllt.

  Nefndin skal samanstanda af þremur nefndarmönnum, ásamt þremur nefndarmönnum til vara.

  Fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tilnefna hvor um sig sinn nefndarmann en sá þriðji skal skipaður án tilnefningar og vera formaður nefndarinnar.

  Varamenn nefndarinnar skulu skipaðir með sama hætti og nefndarmenn.

   

  6. gr.

  Starfshættir nefndarinnar.

  Nefndin skal að jafnaði taka ákvörðun um umsókn innan þriggja vikna frá þeirri dagsetningu er umsóknin barst.

  Nefndin skal halda skrá yfir þær umsóknir sem hún móttekur og sömuleiðis hvaða umsóknir hún samþykkir.

  Meirihluti nefndarmanna nægir til þess að umsögn verði samþykkt. Sé umsókn, sbr. 2. gr., sam­þykkt sendir nefndin ríkisskattstjóra staðfestingu þess efnis.

  Ákvörðun nefndarinnar er endanleg á stjórnsýslustigi.

   

   

  Jafnframt var gerð breyting á 2. gr. reglugerðar nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu,  Eftirfarandi töluliður bætist við 2. gr. um greiðslur utan staðgreiðslu: 25% launatekna þeirra erlendu sérfræðinga sem hlotið hafa staðfestingu nefndar á því að þeir uppfylli skilyrði 6. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breyt­ingum, allt að þremur árum frá ráðningu í starf.

   

   

 • Reglur ríkisskattstjóra 2017 - skattmat - reiknað endurgjald

  Reglur ríkisskattstjóra eru eftirfarandi:

   

  Nr. 1259/2016:

  Reglur um skattmat vegna tekna af landbúnaði árið 2017.

   

  Nr. 1260/2016:

  Reglur um skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2017.

   

  Nr. 1261/2016:

  Reglur um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2017.