Stimpilgjald - hlutaskipting félags

E.g., 2018-06-21
E.g., 2018-06-21
 • 2018 amendments to Icelandic domestic tax legislation

  The following are the main changes which are applicable to the income year of 2018:

  The most notable change is the increase of the tax rate for Capital Income Tax by 2%, irrespective of whether a taxable person or a company is subject to unlimited or limited tax liability in Iceland. As a result taxpayers with unlimited tax liability in Iceland are now subject to 22% tax on any dividends, interest, capital gains and rental income arising. Non-resident persons with limited tax liability in Iceland are now subject to withholding tax of 22% on dividends, capital gains and income from immovable property (on half the income if leasing residential housing). Non-resident companies with limited tax liability in Iceland shall be subject to 20% withholding tax on dividends, capital gains and 22% on royalties. Furthermore, both non-resident persons and non-resident companies will be subject to 12% withholding tax on any interest accrued, exceeding the amount of ISK 150,000. The aforementioned rules will be applied unless otherwise provided for by exemption from taxation or a reduced withholding tax rate in an applicable Double Taxation Agreement which Iceland has concluded with other countries.

   

  With regard to legal entities other than limited liability companies, such as partnerships, either subject to unlimited or limited tax liability in Iceland, the tax rate for business profits has also been increased from 36% to 37.6%. Otherwise such entities are affected by the same tax law changes, as limited liability companies, as described above.

   

  Other changes include the increase of the Carbon Tax levied on parties that manufacture or import carbon products (e.g. gas, gasoline, diesel oil, jet fuel) either for resale or for their own use by 50%, instead of the previously intended 100% increase provided for in the 2018-2022 Icelandic Government’s Fiscal Budget Plan. Furthermore, the Carbon Tax will supposedly rise in coming years on account of Iceland’s environmental obligations.

   

  Moreover, the temporary exemption from Value Added Tax on environment-friendly motor vehicles (such as electric and plug-in hybrid vehicles) has been further extended for three years.

   

  Since a new Icelandic government took effect last December various other tax changes are supposedly to be considered during their first year in office, e.g. reduction in VAT on Icelandic written language, music, and books. As well as tax changes being considered with respect to the taxation of the media and taxation of royalties.

   

 • Breytingar á lögum um hluta- og einkahlutafélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur

  Nánari umfjöllun:

  Með lögum nr. 25/2017, sem tóku gildi þann 25. maí síðastliðinn, voru gerðar breytingar á lögum um hluta- og einkahlutafélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur. Lögin fela í sér kærkomnar orðskýringar og nánari leiðbeiningar sem eru til þess fallnar að minnka óvissu um túlkun og útfærslu laganna. Jafnframt voru gerðar veigamiklar breytingar, m.a. á skilyrðum við stofnun og á lengd tilkynningarfresta. Fyrst ber að nefna að félagasamtök og lífeyrissjóðir geta nú stofnað hluta- og einkahlutafélög. Eigi greiðsla hlutafjár við stofnun hins vegar að fara fram með öðrum verðmætum en reiðufé þá er ekki lengur heimilt að greiða með kröfum á hendur stofnendum eða þeim sem hafa skráð sig fyrir hlutum. Í lögum um hlutafélög var orðalagi 19. gr. um hækkun hlutafjár breytt með þeim hætti að nýir hlutir skulu nú greiddir að fullu í síðasta lagi einu ári eftir að ákvörðun um hækkun hlutafjár var tekin, í stað þess að miða við það tímamark þegar hækkunin var tilkynnt til hlutafélagaskrár.

   

  Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna var skýrt nánar með því að tilgreina að hlutabréf hlutafélaga skulu nú undirrituð af stjórnarmönnum en ekki stjórnendum almennt. Þar að auki var ákvæðum einkahlutafélagalaga breytt til samræmis við hlutafélagalög með því að tilgreina sérstaklega að stjórn skuli gæta þess að hlutaskráin geymi réttar upplýsingar á hverjum tíma. Þá er það í höndum stjórnar hluta- og einkahlutafélaga að meta hvort nauðsynlegt sé af sérstökum ástæðum að halda hluthafafund annarsstaðar en á heimili félagsins. Síðast en ekki síst þá var nýrri málsgrein bætt inn í lögin þar sem framkemur að missi stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar hæfi þá skulu þeir upplýsa hlutafélagaskrá um það. Hlutafélagaskrá hefur nú jafnframt heimild til að afskrá stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra sem missa hæfi sem slíkir. Var þessi breyting einnig felld inn í lög um sjálfseignarstofnanir í atvinnurekstri. Ákvæði um breytingu á samþykktum hluta- og einkahlutafélaga var gert skýrara þannig að í stað þess að gerð sé krafa um að breyting sé tilkynnt til hlutafélagaskrár þegar í stað þá skal tilkynning nú fara fram innan mánaðar frá samþykkt um breytingu. Að sama skapi var ákvæðum um tilkynningarfrest vegna ákvörðunar um lántöku með sérstökum skilyrðum breytt og fresturinn lengdur úr tveimur vikum í mánuð. Enn fremur var tilkynningarfresturinn á staðfestingu samruna og skiptingar lengdur úr tveimur vikum í einn mánuð og tilgreint sérstaklega að gerningurinn falli niður sé ekki tilkynnt innan þess tíma.

   

  Fyrir nánari umfjöllun bendum við á meðfylgjandi hlekk sem vísar á lögin í heild. 

 • Breytingar á tekjuskattslögum gerðar á vorþingi 2017

  Skattlagning húsaleigutekna manna

  Aukið var við tekjuskattslög nýrri grein, 58. gr. a, sem hefur að geyma ákvæði um skattlagningu tekna manna af útleigu á „íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og öðru húsnæði“. Öðrum ákvæðum, sem ekki samrýmdust hinni nýju lagagrein, var ýmist breytt eða þau felld brott. Ákvæðið tekur eingöngu til tekna manna, en breytir engu um skattlagningu tekna lögaðila.

   

   

  Meginregla – atvinnurekstrartekjur

  Kveðið er á um þá meginreglu að tekjur manna af útleigu húsnæðis skuli skattlagðar sem tekjur af atvinnurekstri. Á það við um hvers konar húsnæði, þ.m.t. íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði. Meginreglan á jafnt við um langtímaleigu, sem fellur undir húsaleigulög (lög nr. 36/1994), og skammtímaleigu, sem fellur undir lög um gististaði o.fl. (lög nr. 85/2007). Breyting þessi tók gildi 1. janúar 2017, nema gagnvart langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. Fram til 1. janúar 2018 gildir áfram ákvæði um að útleiga manns á íbúðarhúsnæði teljist ekki til atvinnurekstrar nema heildarfyrningargrunnur útleigðs húsnæðis nái 27.000.000 kr. í tilviki einhleypings en 54.000.000 kr. í tilviki hjóna eða annars samskattaðs fólks.

   

   

  Viðamiklar undantekningar frá meginreglunni

  Frá meginreglunni um atvinnurekstrartekjur eru gerðar tvær viðamiklar undantekningar, sem annars vegar taka til húsaleigutekna af íbúðarhúsnæði og hins vegar til tekna af heimagistingu.

   

   

  Húsaleigutekjur af íbúðarhúsnæði

  Ekki skulu teljast til atvinnurekstrartekna tekjur manna af útleigu íbúðarhúsnæðis, sem fellur undir húsaleigulög, svo framarlega sem hinar útleigðu eignir eru ekki fleiri en tvær. Útleiga íbúðarhúsnæðis í 30 daga eða skemur fellur ekki undir húsaleigulög heldur lög um gististaði o.fl. Ef útleigðar eignir eru fleiri en tvær teljast tekjur af útleigunni í heild vera atvinnurekstrartekjur. Breyting þessi tekur gildi 1. janúar 2018.

   

   

  Tekjur af heimagistingu

  Ekki teljast til atvinnurekstrartekna tekjur af heimagistingu, skv. lögum um gististarfsemi o.fl. Skilyrði er að heimagistingin hafi verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer. Leigutekjur af heimagistingu geta að hámarki numið 2.000.000 kr. á ári. Heimagisting getur tekið til lögheimilis leigusala og einnar annarrar eignar í hans eigu til persónulegra nota hans. Samanlagður fjöldi daga í útleigu getur að hámarki verið 90. Ef leigutekjur fara yfir 2.000.000 kr. á ári, eða ef sýslumaður fellir niður heimagistingarskráningu, teljast allar leigutekjur viðkomandi árs vera atvinnurekstrartekjur. Ef tveir menn eða fleiri eiga saman eign skal gagnvart fjárhæðarmarkinu hjá hverjum og einum horft til heildarleigutekna af eigninni. Ef t.d. tveir menn eiga saman eign í útleigu og heildarleigutekjurnar eru 2.500.000 kr. þá skulu þær skattlagðar sem atvinnurekstrartekjur enda þótt leigutekjur hvors eiganda fyrir sig séu undir 2 milljónum. Breytingar þessar tóku gildi 1. janúar 2017.

   

   

  Leiga á móti leigu

  Áfram stendur heimild manna til að draga leigugjald af íbúðarhúsnæði til eigin nota frá leigutekjum hans af íbúðarhúsnæði sem ætlað er til eign nota. Heimildin er þó rýmkuð frá og með 1. janúar 2018, en frá þeim tíma verður ekki lengur skilyrði að útleigan sé tímabundin.

   

   

  Skattlagning helmings leigutekna

  Áfram standa ákvæði um að aðeins skuli skattlagður helmingur húsaleigutekna manna af útleigu íbúðarhúsnæðis sem ekki telst vera atvinnurekstur. Skatthlutfallið er áfram 20%. Þetta á jafnt við um menn sem bera hér ótakmarkaða og takmarkaða skattskyldu.

   

   

  Takmörkun á frádrætti vaxtagjalda – þunn eiginfjármögnun

  Gerð var sú breyting á ákvæði 57. gr. b tekjuskattslaga að takmörkun á frádrætti vaxtagjalda og affalla, sem mælt er fyrir um í ákvæðinu, tekur frá og með 1. janúar 2018 ekki aðeins til vaxtagjalda og affalla af lánum yfir landamæri heldur einnig til lánveitinga milli innlendra félaga innan sömu samstæðu. Takmörkun þessi er sú að frádráttur vaxtagjalda og affalla vegna lánaviðskipta milli tengdra aðila takmarkast við 30% af hagnaði lántakans. Með hagnaði er í þessu sambandi átt við hagnað fyrir fjármagnsliði, skatta, fyrningar og niðurfærslur eigna (EBITDA). Að því er eignarhlut í hlutdeildarfélögum varðar skal í þessu sambandi miða við kostnaðarverð en ekki hlutdeildaraðferð.

   

  Takmörkunin á ekki við ef;

  ·         vaxtagjöld og afföll af lánum frá tengdum aðilum er innan við 100 milljónir króna,

  ·         lántaki sýnir fram á að eiginfjárhlutfall hans er ekki lægra en tveimur prósentustigum

            undir eiginfjárhlutfalli samstæðunnar sem hann tilheyrir,

  ·         lántaki er fjármálafyrirtæki, vátryggingafélag eða félag í eigu slíkra fyrirtækja og í

            sambærilegum rekstri.

   

  Að virtum ábendingum í umsögnum um frumvarp til breytingalaganna beindi meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis því til fjármála- og efnahagsráðuneytisins að samhliða endurskoðun ákvæða um samsköttun verði tekið til skoðunar hvernig megi tryggja að þessi breyting komi ekki niður á eðlilegri fjármögnun innan samstæðu.

   

   

  Tilvísanir til annarra laga

  Leiðréttar voru tilvísanir í 28. gr. og 4. tölul. A-liðar 30. gr. tekjuskattslaga til ákvæða laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, í samræmi við gerðar breytingar á þeim lögum. Breytingarnar á lögum nr. 129/1997 fólust í því að auk lífeyrissjóða er ekki aðeins íslenskum fjármálafyrirtækjum og líftryggingafélögum heimilt að taka við viðbótarlífeyrissparnaði, heldur einnig hérlendum útibúum slíkra fyrirtækja og félaga með staðfestu á EES/EFTA/Færeyjum. Í skattframkvæmd virðist hvorki hafa verið dregið í efa að undanþegin tekjuskatti skv. 28. gr. tekjuskattslaga eru mótframlög vinnuveitanda til slíkra útibúa, né að framlög launþega til slíkra útibúa mynda frádráttarrétt skv. 4. tölul. A-liðar 30. gr. tekjuskattslaga.  Með lagfæringum þessum á tilvísunum hefur nú verið eytt hugsanlegum vafa í þeim efnum

   

   

  Nátttröll slegið af

  Orðið sjómannaafsláttur var fellt brott úr 28. gr. og 66. gr. tekjuskattslaga. Hin brott felldu orð voru þó orðin marklaus, því sjómannaafsláttur var felldur brott fyrir nokkrum árum síðan.

   

   

  Samsköttun félaga

  Í frumvarpi því, sem að gerðum breytingum í meðförum Alþingis varð að lögum nr. 59/2017, voru lagðar til umfangsmiklar breytingar á ákvæðum um samsköttun félaga. Annars vegar var lagt til að heimild til samsköttunar yrði ekki bundin við félög heimilisföst á Íslandi, heldur næði heimildin einnig til samsköttunar með félögum heimilisföstum í aðildarríkjum EES, EFTA og í Færeyjum, svo og með hérlendum föstum starfsstöðvum slíkra félaga. Hins vegar var lögð til veruleg þrenging á heimild til tapsnýtingar við samsköttun. Lagt var til að aðeins yrði heimilt að jafna saman tapi og hagnaði samskattaðra félaga innan viðkomandi rekstrarárs, en afnumin yrði heimild til nýtingar taps, sem myndast á samsköttunartímanum, milli samskattaðra félaga á síðari árum samsköttunartímans. Slíku ójöfnuðu tapi yrði aðeins því félaganna, sem það myndast hjá, heimilt að nýta á síðari árum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir því við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að felldar yrðu brott úr frumvarpinu tillögur þessar um breytingar á reglum um samsköttun. Taldi ráðuneytið tilefni til að endurskoða tillögurnar og hygðist það leggja nýjar tillögur fyrir Alþingi á haustþingi. Við þessari ósk varð þingnefndin og að tillögu hennar voru breytingatillögur þessar felldar brott úr frumvarpinu. 

 • Permanent establishment under the Icelandic Income Tax Act

  Permanent establishment

  cf. Act no. 112/2016, effective from January 1, 2016 (draft translation made by KPMG, not to be relied upon).

   

  Fixed place of business, cf. 4. Point, Paragraph 1, Article 3, means a permanent establishment where the activities of an enterprise is wholly or partly carried out.

   

  A building site or construction or installation project constitutes a fixed place of business only if it lasts more than six months.

   

  Notwithstanding Paragraph 1 and 2 a company is not considered having a fixed place of business in Iceland due to activity which is solely intended to prepare, support or run other operations of the company, including the use of facilities solely for the purpose of storage of documents, display or delivery of goods or merchandise or collecting information for the company. The disposal of a company on servers and associated computer equipment for the use of the said activity does not, on its own, form a fixed place of business.

   

  If company or individual which it has close connection with operates more than one establishment in Iceland where integrated activities take place then it shall be assessed as a whole when evaluating whether it’s preparatory or auxiliary activities. A party is considered having close connection to a company under this paragraph if one has control over the other or both are under control of the same parties.

   

  Company is not considered having fixed place of business in Iceland despite it conducts business in Iceland through broker, agent or other independent intermediary, if this intermediaries operate within the boundaries of their normal business. If intermediary which is not independent conducts operations for a company and has authorization to conclude contracts on behalf of the company in Iceland or generally plays the principal role leading to the conclusion of contracts without material modification by the enterprise, then the company is considered having a fixed place of business in Iceland. This, however, does not apply if the operations of the said party is limited to the operations mentioned in paragraph 3 and which would not make this fixed place of business a permanent establishment according to the paragraph despite paid from permanent establishment.

   

  The fact that a company which is a resident of a Contracting State controls or is controlled by a company which is a resident of Iceland, or which carries on business in Iceland, whether through a permanent establishment or otherwise, shall not of itself constitute either company a permanent establishment of the other.

   

  The Ministry shall by way of Regulation lay down more specific provision on the execution of this provision (regulation no. 1165/2016).

 • Lög um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017

  Í lögum nr. 126/2016 voru meðal annars gerðar eftirfarandi breytingar á lögum (sjá nánar hlekk með fréttinni):

   

  Viðmiðunarfjárhæðir barnabóta voru hækkaðar í takt við forsendur samþykktrar fjármálaáætlunar og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017.

   

  Mörk virðisaukaskattsskyldrar veltu vegna sölu á vörum og þjónustu og sölu á rafrænt afhentri þjónustu voru samræmd.

   

  Tímabundin heimild til að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða er framlengd um eitt ár og fjárhæðarmörk niðurfellingar við innflutning lagfærð.
   
  Gistináttaskattur er hækkaður  úr 100 kr. í 300 kr. fyrir hverja selda gistináttaeiningu frá 1. september 2017.
   
  Útvarpsgjald hækkar úr í 16.400 kr. í 16.800 kr.
   
  Breytingar eru gerðar á gjalddaga og eindaga fjársýsluskatts.
   
  Hækkanir verða á gjaldi af áfengi og tóbaki.

 • Interest deduction limitation rules in Iceland enacted from 2017

  *****

  Below KPMG Iceland unofficial translation of the rules can be found. The translation should not be relied upon without seeking consultation.

   

  Article 57.b. of Act no. 90/2003, on Income Tax, c.f. amending Act no. 112/2016, from October 19, 2016, effective from January 1, 2017.

   

  Limitation on the deduction of interest expenses

   

  (1) Notwithstanding Article 31(1), deduction of interest and discount expenses, cf. 1 and 2 point of Article 49(1), of taxpayers according to Article 2, due to lending between associated parties according to Article 57(4), is limited to 30% of the taxpayer’s profit (EBITDA). Any interest or discount expenses in excess are non-deductible.

   

  (2) The term “profit” in paragraph 1 means profits according to financial statements plus income tax, interests, depreciation and amortization (EBITDA). If taxpayer has recognized participation income from another company within the group then such income shall be deducted and distributed dividend shall be added if such distribution has taken place.

   

  (3) Paragraph 1 shall not apply if:

  • Interest and discount expenses, cf. point 1 and 2 of Article 49(1), due to lending between associated parties, according to Article 57(4) are less than 100 million ISK.,
  • Lender has full and unlimited tax liability in Iceland,
  • The taxpayer demonstrates that his equity ratio is not lower than 2% of the consolidated equity ratio of the group to which he belongs (the exception does not apply if the equity has been increased within six months of the date of the financial statements and decreased again of the same amount within six months after the date of the financial statements; if taxpayer has recognized shareholding in other company within the group using participation in that company’s equity then the cost value of the shares should be used to determine the equity ratio), or
  • The taxpayer is a financial institution according to laws on financial institutions, insurance company according to laws on insurance activities or a company held by the before mentioned parties which has similar operations.

   

  (4) The minister is authorized to set regulation which states for further conditions on the implementation of this Article and definitions of terms.

 • Lög um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum ofl.

  Með lögum nr. 112/2016 eru m.a innleiddar þrjár af aðgerðum BEPS (Base Erosion and Profit Shifting) er lúta að sköttum. 

   

  Í fyrsta lagi eru settar reglur um fasta starfsstöð. Samkvæmt skilgreiningu telst starfstöð hvar starfsemi fyrirtækis fer fram að nokkru eða öllu leyti. Skilgreiningin er í samræmi við 5. gr. samningsfyrirmyndar OECD um tvísköttunarsamninga frá árinu 2014 sem Ísland hefur samþykkt

   

   

  Í öðru lagfi er settar reglur um þunna eiginfjármögnun. Fádráttur vaxtagjalda og affalla vegna lánaviðskipta takmarkast við 30% af hagnaði skattaðila,  Ákvæðið á þó ekki við ef: 

  a) axtagjöld og afföll skattaðila, vegna lánaviðskipta við tengda aðila  eru lægri en 100 millj. kr.

  b) lánveitandi ber ótakmarkaða skattskyldu hérlendis.

  c) Skattaðili sýnir fram á að eiginfjárhlutfall hans sé eigi lægra en tveimur prósentustigum undir eiginfjárhlutfalli samstæðu sem hann tilheyrir; undanþágan gildir þó ekki ef eigið fé skattaðila var hækkað innan við sex mánuðum fyrir dagsetningu efnahags­reiknings og lækkað aftur að samsvarandi fjárhæð innan við sex mánuðum eftir dagsetningu efna­hagsreiknings; hafi skattaðili bókfært eignarhlut í öðru fyrirtæki samstæðunnar sam­kvæmt hlutdeildaraðferð ber við útreikning á eiginfjárhlutfalli að miða við kostnaðar­verð eignar­hlutans.

  d) Skattaðili er fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, vátryggingafélag sam­kvæmt lögum um vátryggingastarfsemi eða félag í eigu fyrrgreindra aðila sem starfar í sambærilegum rekstri.

   

  Ráðherra er heimilt að setja reglugerð er kveður nánar á um skilyrði við framkvæmd greinarinnar og skilgreiningar hugtaka.

   

  í þrðja lagi eru settar reglur um Ríki-fyrir-ríki skýrslur.  Móðurfélagi, sem skráð er hérlendis og á félag/félög erlendis, er skylt að skila til ríkisskattstjóra svokallaðri ríki-fyrir-ríki skýrslu (e. Country-by-Country. Þó þarf ekki að skila skýrslu ef tekjur heildarsamstæðu voru lægri en 100 milljarðar kr. Ráðherra setur síðan reglugerð um nánari framkvæmd á ákvæðinu.

   

  Jafnframt bætast við ákvæði um að sök vegna eigna og tekna í lágskattaríkjum fyrnist á 10 árum.

   

   

   

 • Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð

  Fyrsta og önnur grein laga nr. 11/2016 hljóða svo:

   

  1. gr.

  Gildissvið.

   Lög þessi gilda um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar, sbr. 8. gr. laga um skyldutrygg­ingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, til kaupa á fyrstu íbúð.

   

  2. gr.

  Ráðstöfun og skilyrði fyrir úttekt séreignarsparnaðar.

   

  Rétthafa séreignarsparnaðar er heimilt að nýta viðbótariðgjald, sem greitt er á samfelldu tíu ára tímabili, eftir gildistöku laga þessara, að tilteknu hámarki á ári, sbr. 4. gr., með því að: a. 

  verja uppsöfnuðu iðgjaldi til kaupa á fyrstu íbúð og/eða b:  ráðstafa iðgjaldi inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð.Þá er rétthafa heimilt að nýta iðgjald sem afborgun inn á óverðtryggt lán, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, og sem greiðslu inn á höfuðstól þess eftir því sem nánar er kveðið á um í 3. gr.   Skilyrði úttektar á séreignarsparnaði er að rétthafi hafi ekki áður átt íbúð og að hann afli sér íbúðarhúsnæðis annaðhvort einn eða í félagi við annan einstakling. Þá skal rétthafi eiga að minnsta kosti 30% eignarhlut í þeirri íbúð sem aflað er.   Rétthafi velur upphafsdag hins samfellda tíu ára tímabils með því að tiltaka í umsókn upp­safnað iðgjald sem hann hyggst verja til kaupa á fyrstu íbúð, sbr. a-lið 1. málsl. 1. mgr., eða með því að hefja ráðstöfun iðgjalds inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, sbr. b-lið 1. málsl. 1. mgr. Sama gildir um ráðstöfun iðgjalds inn á óverðtryggt lán, sbr. 2. málsl. 1. mgr. Með hugtakinu tíu ára samfellt tímabil er átt við 120 mánaða samfellt tímabil frá upphafsdegi eins og hann er skilgreindur í 1. málsl. Verði rof hjá rétthafa á greiðslu ið­gjalda leiðir það til þess að rétturinn fellur niður en hann getur stofnast að nýju hefji hann iðgjaldagreiðslur áður en tíu ára tímabilinu er lokið. Hafi orðið rof á greiðslu iðgjalda í lengri tíma en þrjá mánuði skal rétthafi sækja um réttinn að nýju.  Heimild rétthafa til að ráðstafa viðbótariðgjaldi samkvæmt lögum þessum fellur ekki niður þótt rétthafi selji íbúðina og kaupi sér nýja íbúð í stað þeirrar sem seld var. Skilyrði er að skipti á íbúð fari fram innan tíu ára tímabilsins, sbr. 3. mgr., og að kaup rétthafa á nýrri íbúð fari fram innan tólf mánaða frá síðustu sölu þeirrar íbúðar sem veitti rétt til úttektar séreignar­sparnaðar samkvæmt lögunum. Rétthafa er heimilt að ráðstafa viðbótariðgjaldi inn á lán með veði í hinni nýju íbúð þangað til hinu tíu ára samfellda tímabili lýkur.

   

  Í fjórðu grein laganna kemur fram að heimild rétthafa skv. 2. gr. takmarkast við allt að 4% framlag hans, að hámarki 333 þús. kr., og allt að 2% framlag launagreiðanda, að hámarki 167 þús. kr., af iðgjaldsstofni, saman­lagt að hámarki 500 þús. kr. fyrir hverja tólf mánuði á samfelldu tíu ára tímabili.     Framlag rétthafa má ekki vera lægra en framlag launagreiðanda.

   

  Umsókn rétthafa um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð skv. 2. gr. skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður. Jafnframt skal hann hafa eftirlit með útgreiðslu iðgjalda samkvæmt lögum þessum.  Ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga þessara eru kæranlegar til yfirskattanefndar.  Við 28. gr. laga nr. 90//2003 um tekjuskatt er kveður áum hvað ekki telst til tekna,  bætist nýr töluliður. Í honum kemur meðal annars eftirfarandi fram: Úttekt viðbótariðgjalds af ið­gjalds­stofni manna skv. II. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf­semi lífeyrissjóða, ef öll skilyrði laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð eru upp­fyllt.  Lögin öðlast gildi 1. júli 2017.

   

   

 • Breytingar á lögum um ársreikninga

   

   

  Fram kemur í greinargerð með frumvarpi laganna að megináhersla sé lögð á einföldun fyrir félög í landinu og að draga úr umsýslukostnaði minnstu félaganna og bæta viðskiptaumhverfi þeirra. Einnig er með frumvarpinu innleidd tilskipun Evrópusambandsins 2013/34/ESB sem fjallar um ársreikninga félaga af tiltekinni gerð og fellir úr gildi ársreikningatilskipanir Evrópusambandsins til margra ára, 78/660/EBE og 86/349/EBE.

   

  Vakin er athygli á því að hagnaður sem færður er í rekstrarreikning er ekki allur tækur til arðgreiðslu. Í fyrsta lagi þá er tiltekið að félög sem eignfæra þróunarkostnað  skulu færa sömu fjárhæð af óráðstöfuðu eigin fé á sérstakan lið meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta arði af. Í öðru lagi þá er óheimilt að úthluta arði úr endurmatsreikningi sé nýtt heimild til að meta rekstrarfjármuni á gangvirði. Í þriðja lagi þá skal færa sömu fjárhæð vegna matsbreytingar á fjáreignum tilgreindum á gangvirði við upphaflega skráningu af óráðstöfuðu eigin fé á gangvirðisreikning á meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta arði af að teknu tilliti til skattáhrifa eftir því sem við á. Í fjórða lagi þá er tilgreint, að nemi hlutdeild í afkomu dóttur- eða hlutdeildarfélaga sem færð er í rekstrarreikning hærri fjárhæð en sem nemur mótteknum arði eða þeim arði sem ákveðið hefur verið að úthluta skal mismunurinn færður á bundinn hlutdeildarreikning á meðal eigin fjár.

   

 • Breytingar á ýmsum lögum um stuðning við fjármögnum og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti

  Meginefni laga nr. 79/2016:

   

  • Gerðar eru breytingar á skattalegri meðferð tekna vegna kaupa manns á hlutabréfum samkvæmt kauprétti sem hann hefur öðlast vegna starfa fyrir annan aðila, skv. 9. gr. tekjuskattslaga, þær verða skattlagðar við sölu bréfanna í stað afhendingardags/innlausnar.
  • Hagnaður eiganda breytanlegra skuldabréfa, sem breytt er í hlutabréf á lægra verði en gildir almennt á markaði, verður skattlagður við sölu bréfanna í stað nýtingar breytiréttarins.
  • Erlendir sérfræðingar sem ráðnir eru til starfa hér á landi verða einungis skattskyldir af 75% tekna sinna en 25% þeirra verða skattfrjálsar og undanþegnar staðgreiðslu fyrstu þrjú árin í starfi að uppfylltum frekari skilyrðum.
  • Einstaklingur er kaupir hlutabréf nýtur skattaafsláttar, að teknu tilliti til ýmissa skilyrða.
  • Hámark rannsóknar- og þróunarkostnaðar til viðmiðunar á skattfrádrætti nýsköpunarfyrirtækja, er hækkað.
  • Veltuviðmið við skilgreiningu lítilla fyrirtækja er hækkað.