Stimpilgjald - hlutaskipting félags

E.g., 2021-12-02
E.g., 2021-12-02
 • Samkvæmt vefsíðu Stjórnarráðsins eru helstu tillögur starfshópsins sem hér segir:

   

  • Erfðafjárskattur. Að kannað verði hvort undanþága félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa að almannaheillum frá greiðslu erfðafjárskatts af dánargjöfum geti tekið til lögaðila í öðrum félagaformum.
  • Fasteignaskattur. Að kannað verði að veita undanþágu, lækka eða fella niður fasteignaskatt hjá lögaðilum sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla og hafa það að einasta markmiði sínu samkvæmt samþykktum sínum.
  • Fjármagnstekjuskattur. Að lögaðilar sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla og hafa það að einasta markmiði sínum samkvæmt samþykktum sínum verði undanþegnir greiðslu tekjuskatts af fjármagnstekjum.
  • Stimpilgjald. Að lögaðilar sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla verði undanþegnir, að öllu leyti eða að hluta, frá greiðslu stimpilgjalds af kaupsamningum sem þeir eru aðilar að.
  • Stuðningur vegna útlagðs byggingarkostnaðar. Að þeim lögaðilum sem starfa til almannaheilla og hlotið hafa staðfestingu frá Skattinum í kjölfar skráningar á almannaheillafélagaskrá verði veitt heimild til að óska eftir fjárstuðningi af útlögðum kostnaði upp að ákveðnu hámarki vegna byggingar, viðhalds eða endurbóta á mannvirki undir starfsemi til almannaheilla, að uppfylltum ítarlegum skilyrðum.
  • Tekjuskattur. Að ákvæði 2. tölul. 31. gr. tekjuskattslaga verði endurskoðað með tilliti til hlutfalls og gildissviðs heimils frádráttar frá tekjum af atvinnurekstri. Jafnframt verði einstaklingum gert heimilt að draga frá tekjum sínum sambærilegar gjafir og framlög upp að ákveðnu hámarki. Samhliða verði skoðað hvort ákjósanlegt sé að miða frádráttarheimild ákvæðisins við tiltekna fjárhæð og/eða ákveðið hlutfall af tekjum.
  • Virðisaukaskattur. Að undanþáguákvæði 5. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga er varðar góðgerðarstarfsemi verði endurskoðað auk þess sem það verði útvíkkað þannig að undanþágan nái jafnframt til ráðstöfunar hagnaðar til almannaheilla en ekki aðeins til líknarmála. Þá er lagt til að þau tímamörk sem sett eru fyrir undanþágu góðgerðarstarfsemi samkvæmt ákvæðinu verði endurskoðuð.

   

  Í meðfylgjandi hlekk má finna frekari umfjöllun á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands um ofangreindar niðurstöður, sem og skýrslu starfshópsins.

 • Fram kemur í skýrslunni m.a. að álagning einstaklinga verið birt fyrr og að opnun netframtals einstaklinga og framtalsfrestir voru fyrr á árinu en venjan hafði verið áður. 80% allra skattframtala einstaklinga fengu sjálfkrafa álagningu eftir vélræna yfirferð. Á framtali lögaðila var aukin sundurliðun eiginfjárreikninga á efnahagshlið framtalsins. Áhersla var lögð á að framtölum lögaðila væri skilað jafnt og þétt yfir árið og að framtölum stærri lögaðila væri skilað eigi síðar en 31. maí.

   

  Almennt er skýrslunni ætla að varpa ljósi á starfsemi embættisins í víðu ljósi. Fjallað er um sérgreind verkefni tengd milliverðlagningu svo dæmi séu tekin. Auk þess má lesa úr tölulegum upplýsingum um þróun framtalsskila, fjölda kæra og erinda einstaklinga og lögaðila sem og þá þróun sem átt hefur sér stað í uppgjöri virðisaukaskatts síðustu tveggja ára.

   

  Í hlekk með fréttinni má finna skýrsluna í heild sinni.

 • Starfshópurinn leggur til að grunngerð skattlagningar ökutekja og eldsneytis verði breytt. Helstu lagabálkar skattlagningar ökutækja og eldsneytis, þ.e. lög um vörugjöld á ökutæki, eldsneyti o.fl., lög um bifreiðagjald og lög um olíu- og kílómetragjald, verði sameinaðir í tvo lagabálka, annars vegar lög um skattlagningu ökutækja og hins vegar lög um skattlagningu eldsneytis. Í sérstökum lagabálki verði hins vegar kveðið á um skattlagningu kolefnis, án beinnar tengingar við ökutæki eða samgöngur.

   

  Ökutækjaskattur

  Lagt er til að kveðið verði á um þrjá þætti skattlagningar ökutækja í nýjum lögum um ökutækjaskatt. Skiptingin yrði þannig að fjallað yrði sérstaklega um skattlagningu öflunar ökutækja, skattlagningu umráða, aðgangs eða afnota ökutækja og skattlagningu notkunar þungra ökutækja.

   

  Meginmarkmið skattlagningar öflunar ökutækja er að skattlagningin stuðli að því að notkun á ökutækjum hérlendis losi sem minnst af koltvísýringi. Meginmarkmið skattlagningu umráða, aðgangs eða afnota ökutækja er ætlað að vera tvíþætt í þeim skilningi að skattlagningin feli í sér gjald fyrir afnot af íslensku samgöngukerfi og stuðli á sama tíma til samdráttar í losun koltvísýrings. Með tímanum ætti eðli skattlagningarinnar að breytast með þeim hætti að í stað þess að skattlagningin samsvari gildandi bifreiðagjaldi, miðist hún síðar meir við eðlilegt gjald fyrir aðgang eða afnot af samgöngukerfinu hér á landi. Loks er meginmarkmið skattlagningar vegna notkunar þungra ökutækja að slík ökutæki sem slíta samgöngum hvað mest, greiði eðlilegt gjald vegna niðurbrots á samgöngum hér á landi.

   

  Að öðru leyti vísast til umfjöllunar á bls. 15-23 í skýrslu starfshópsins þar sem einstakir þættir ökutækjaskattsins eru sundurliðaðir með ítarlegri hætti. 

   

  Eldsneytisskattur

  Lagt er til að ákvæði um eldsneytisgjöld, þ.e. almennt og sérstakt bensíngjald og olíugjald, verði fært í nýja löggjöf um grunnskattlagningu eldsneytis, þar sem einungis tekjuöflunarmarkmið liggi til grundvallar skattlagningunni. Einnig er lagt til að grunnskattlagning bensíns og dísilolíu verði samsvarandi, skilgreining þeirra ökutækja sem nýta litaða olíu verði endurskoðuð þannig að ökutæki sem eru ætluð til nota utan samgöngukerfisins séu þau einu sem geti öðlast ívilnun, frá árinu 2023 verði ekki heimilt fyrir björgunarsveitir að nýta litaða olíu og að undanþága íblöndunarefna frá eldsneytissköttum verði aðeins heimil gegn því um að ræði endurnýjanlegt eldsneyti í skilningi laga nr. 40/2013, um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi.

   

  Kolefnisskattur

  Lagt er til að ákvæði um kolefnisgjald í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta verði fært í nýja löggjöf um kolefnisskatt þar sem stuðlað er að samdrætti losunar koltvísýrings. Þá liggur fyrir tillaga um að forsendur fjárhæða kolefnisgjalds verði endurskoðaðar á árunum 2020 og 2021, svo þær endurspegli beinan og óbeinan kostnað samfélagsins vegna neikvæðra ytri áhrifa koltvísýringslosunar. Í kjölfar þess er lagt til að fjárhæðir kolefnisgjalds ráðist af kolefnisverði frá og með árinu 2022.

   

  Virðisaukaskattsívilnanir

  Lagðar eru til tímabundnar virðisaukaskattsívilnanir á árunum 2020-2024. Í fyrsta lagi að gildandi virðisaukaskattsívilnun vegna innflutnings- og sölu á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum (háð ákveðnum losunarviðmiðum) verði látin gilda þann tíma sem henni hefur verið markaður, en fallið verði frá því að láta ívilnuna gilda um hópbifreiðir. Hún verði þó endurskoðuð áður en gildistíma hennar lýkur. Í öðru lagi að heimilt verði að endurgreiða virðisaukaskatt vegna innflutnings og kaupa á almenningsvögnum, þ.e. hópbifreiðum með leyfða heildarþyngd meiri en 5.000 kg fyrir fleiri en 22 farþega í sætum og stæðum, sem ganga fyrir metani, metanóli, rafmagni eða vetni, eða sem uppfylla ákveðin losunarviðmið. Lagt er til að heimildin verði bundin samanlögðu árlegu hámarki, 500 millj. kr., og nái til innflutnings og kaupa sem hafa átt sér stað frá og með 1. janúar 2018. Í þriðja lagi að heimilt verði að endurgreiða virðisaukaskatt vegna innflutnings og sölu á dráttarvélum og ökutækjum sem eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd og ganga fyrir metani, metanóli, rafmagni eða vetni eða sem uppfylla ákveðin losunarviðmið. Lagt er til að gildistími ívilnunarinnar verði 5 ár og niðurfellingin verði bundin samanlögðu árlegu hámarki sem nemur 200 millj. kr. Í fjórða lagi að heimilt verði að endurgreiða virðisaukaskatt af útleigu ökutækjaleiga og handhafa leyfa til að stunda eignaleigu eða fjármögnunarleigu á ökutækjum sem fallið hafa undir ívilnun skv. bráðabirgðaákvæði XXIV í lögum um virðisaukaskatt.

   

  Tekjuskattsívilnanir

  Lagðar eru til tímabundnar tekjuskattsívilnanir á árunum 2020-2024. Í fyrsta lagi að launþegum verði heimilað að draga 50% ökutækjastyrkja og bifreiðahlunninda frá tekjum, geti þeir sýnt fram á að þau varði notkun bifreiðar sem nýtir að mestu leyti metan, metanól eða bifreið fer ekki yfir ákveðið hámark um skráða losun koltvísýrings. Í öðru lagi að atvinnurekstraraðilum verði heimilað að draga frá tekjum 200% rekstrarkostnaðar, að fyrningum frátöldum, vegna bifreiða sem nýta aðallega metan eða metanól eða bifreið fer ekki yfir ákveðið hámark um skráða losun koltvísýrings. Í þriðja lagi að atvinnurekstraraðilum verði heimilað að fyrna að fullu á kaupári bifreiðar að eigin þyngd meira en 3.500 kg. Að því gefnu að umræddar bifreiðar gangi aðallega fyrir metani, metanóli, rafmagni eða vetni eða hafi skráða losun undir ákveðnu koltvísýrings hámarki.

   

  Annað

  Að síðustu leggur starfshópurinn til að ráðist verði í nokkur greiningarverkefni og úttektir í því skyni að undirbyggja frekari breytingar á skattlagningu ökutækja og eldsneytis sem sjá má á bls. 26 í skýrslunni.

   

  Í hlekk hér að ofanverðu með fréttinni má sjá frétt Fjármála- og efnahagsráðuneytisins um málið þar sem nálgast má skýrslu starfshópsins. Jafnframt er þar hægt að nálgast upphafleg skýrsludrög starfshópsins frá 23. febrúar 2018.

 • Um daginn var birt grein í Morgunblaðinu þar sem rætt hafði verið við Alexander G. Eðvardsson, sérfræðing á skatta- og lögfræðisviði KPMG um versnandi afkomu hótela úti á landi.
   
  KPMG hefur unnið greiningar á afkomu hótela á Íslandi síðustu ár og meðal niðurstöðu þeirra er að tekjur hótela á Íslandi hafa aukist um 2,5% samkvæmt samanburði fyrri hluta árs 2016 og sama tímabils 2017 en framlegð fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) farið úr 10% í 10,2%.
   
  Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist á milli þessara tímabila en afkoma staðið í stað. Skýringar á því eru að á móti þeim tekjuaukningum sem átt hafa sér stað hefur rekstarkostnaður aukist enn fremur. Telur Alexander að sveiflur í gengi krónunnar hafi mikil áhrif haft á rekstrarreikning hótela. Þar sem hver sala skilar færri krónum í kassann en útgjöld í krónum aukast. Athugun KPMG bendir til þess að laun sem hlutfall af tekjum hótela hafi aukist meira úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Það séu frekar hótel höfuðborgarsvæðisins sem geti staðið undir frekari launahækkunum en úti landi. Hvert svigrúmið sé er þó ekki hægt að greina.
   
  Vegna þessara breyttu rekstrarforsendna telur Alexander að félög í ferðaþjónustu muni í auknum mæli leitast við að sameinast. Samkvæmt honum er ferðaþjónustan ung atvinnugrein og sé um margt í svipaðri stöðu og sjávarútvegurinn þegar kvótakerfinu var komið á. Frá þeim tíma hefur mikil hagræðing átt sér stað í greininni og að sú vegferð ferðaþjónustunnar sé rétt að hefjast.
   
  Greinina má finna í heild í miðvikudagsblaði Morgunblaðsins 14. mars 2018 á blaðsíðu 10.

 • Samkvæmt frétt Fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 23. febrúar síðastliðnum á Samráðsgáttinni eru tillögur starfshópsins í skýrsludrögunum að meginstefnu eftirfarandi:

   

  • Að fyrirkomulagi skattlagningar ökutækja og eldsneytis verði breytt þannig að hún fangi á markvissan og skilvirkan hátt innflutning og töku ökutækja í notkun (öflun), aðgang ökutækja að íslenska samgöngukerfinu, og notkun ökutækja á íslensku vegarkerfi;

   

  • Að skattlagningin geri stjórnvöldum mögulegt að takast á með skynsamlegum hætti á við markmið Íslands í loftslagsmálum;

   

  • Að skattstofnar ökutækja og eldsneytis verði breikkaðir og skilvirkni skattlagningar aukin;

   

  • Að undirbúa jarðveginn fyrir skatttöku byggða á notkun ökutækja.

   

  Í hlekk með fréttinni má sjá frétt Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í Samráðsgáttinni um málið þar sem jafnframt er hægt að nálgast skýrsludrög starfshópsins. Ennfremur er opið fyrir innsendingu umsagna yfir tímabilið 23. febrúar til 16. mars 2018, sem verða síðan birtar að frestinum liðnum.

 • Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi:

  • Rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem verðleggja þjónustu sína í erlendum gjaldmiðlum, hafa breyst mikið til hins verra á síðustu tveimur árum. Gengi Evru lækkaði um 23% frá ársbyrjun 2015 til ársloka 2016 en á sama tíma hækkaði launavísitalan um 20%.
  • EBITDA framlegð gististaða á landsbyggðinni er almennt mun lakari en á höfuðborgarsvæðinu og er meðalverð á herbergi og herbergjanýting mun lægri þar.
  • Ef gististaðir úti á landi þyrftu að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts úr 11% í 22,5% myndi það leiða til mikils taprekstrar. Afkoma hjá hótelum á höfuðborgarsvæðinu myndi verða því sem næst 0 að meðaltali.
  • Fjölgun ferðamanna sem fram kemur í talningu þeirra sem fara um Leifsstöð endurspeglast ekki í fjölgun gistinátta. Fjöldi sjálftengifarþega hefur aukist vegna aukinna umsvifa flugfélaga og ferðamenn virðast almennt dvelja skemur en áður. Tekjur gististaða jukust að meðaltali um 13,5% milli fyrstu sex mánaða 2017 og 2016. Þrátt fyrir þessa aukningu tekna varð EBITDA framlegð þeirra sú sama milli ára.
  • Svo virðist sem verðlagning gististaða sé komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði og því er líklegt að frekari hækkun verðs muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og þeir sem koma muni dvelja í styttri tíma en áður. Slíkar breytingar munu koma sérstaklega illa við gististaði úti á landi þar sem ferðamenn munu ferðast minna um landið vegna færri dvalardaga. Greinilegt er af nýjustu tölum um fjölda ferðamanna nú í sumar og fjölda gistinátta eftir landshlutum að þessi þróun er byrjuð.
  • Afkoma hópbílafyrirtækja lækkaði verulega milli áranna 2015 og 2016 og koma áhrif af hækkun á gengi krónunnar koma greinilega fram í rekstri þeirra á sama tíma og innlendur kostnaður, eins og laun, hækkaði verulega.
  • Mikill misskilningur að færsla gistingar í hærra þrep virðisaukaskatts sé til einföldunar á virðisaukaskattskerfinu þar sem veitingasala hótela verður áfram í lægra þrepi virðisaukaskatts.
  • Hækkun virðisaukaskatts á gistingu mun bæta samkeppnisstöðu óskráðrar gistingar þar sem hvorki er staðið skil á virðisaukaskatti né öðrum lögboðnum gjöldum.

 • Skýrslan er unnið á grunni skýrlubeiðnar þingmanna sem svar svohljóðandi:

   

  Beiðni um skýrslufrá fjármála- og efnahagsráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit.

   

  Frá Smára McCarthy, Birni Leví Gunnarssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Halldóru Mogensen, Einari Brynjólfssyni, Gunnari Hrafni Jónssyni, Gunnari I. Guðmundssyni, Kötlu Hólm Þórhildardóttur, Jóni Þór Ólafssyni.Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að fjármála- og efnahagsráðherra flytji Alþingi skýrslu um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit. Í skýrslunni verði varpað ljósi á eftirfarandi:

   

  1. Hver var tekjuskattstofn og opinber útgjöld lögaðila, flokkuð eftir atvinngreinaflokkun Hagstofu Íslands 2010–2016, skattstofn einstaklinga og opinber gjöld og skattstofn fjármagnstekjuskatts og fjármagnstekjuskattur yfir sama tímabil?

   

  2. Hvaða skattalagabreytingar hafa orðið á tímabilinu 2010–2016 (flokkað eftir tegund og laganúmeri) og hverjar þeirra tengjast vinnu Efnahags- og framfarastofnunnar Evrópu í París (OECD) vegna starfshóps um eyðingu skattaandlags og eyðingu skattahagnaðar (e. Base Erosion and Profit Shifting, BEPS)?

   

   

  3. Hver var heildarhækkun á opinberum gjöldum árlega á tímabilinu 2010–2016?

  a. Hver var hækkunin í kjölfar skattrannsókna og skatteftirlits, sundurliðað eftir lögaðilum, einstaklingum og tegundum skattsvika? 

  b. Hve hátt hlutfall er það af skatttekjum og áætluðum skattsvikum? 

  c. Hvernig skiptist hækkunin eftir embættum: 

  1. skattrannsóknarstjóra ríkisins,

  2. ríkisskattstjóra,

  3. yfirskattanefnd?

   

  4. Hver var árlegur fjöldi mála hjá skattyfirvöldum á tímabilinu 2010–2016, sundurliðað eftir uppruna, afgreiðslu og embættum:

  a. skattrannsóknarstjóra ríkisins,

  b. ríkisskattstjóra,

  c. yfirskattanefnd?

   

   

  5. Hversu mörgum málum frá umræddu tímabili er ólokið hjá skattrannsóknarstjóra og um hvaða fjárhæðir er þar að ræða?

   

   

  6. Hversu margir störfuðu (stöðugildi) við skatteftirlit og skattrannsóknir árlega 2010– 2016?

   

   

  7. Að hverju hefur skatteftirlit og skattrannsóknir helst beinst á árunum 2010–2016, þ.e.:

  a. Fjármálafyrirtækjum og fjármálastofnunum (bönkum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, eignarleigufyrirtækjum og öðrum fjármálastofnunum, lögmönnum, löggiltum endurskoðendum og öðrum fjárvörsluaðilum, tryggingafélögum, lífeyrissjóðum o.s.frv.), 

  b. svonefndum skattafylgsnum eða aflandseyjum, 

  c. skilum á fjármagnstekjuskatti, 

  d. ólöglegum frádráttarliðum, 

  e. skatti af hlutabréfakaupum stjórnenda og starfsmanna (þ.e. með svokölluðum kúlulánum), 

  f. hlunnindum og eigin neyslu forsvarsmanna sem færð er á rekstur fyrirtækisins?

   

   

  8. Hvernig hefur skattsvikamálum lokið á tímabilinu 2010–2016? 

  a. Hversu margir dómar hafa fallið í Hæstarétti? 

  b. Hversu margir dómar hafa fallið í undirrétti? 

  c. Hversu mörgum málum lauk með sektarúrskurði hjá yfirskattanefnd? 

  d. Hversu mörgum málum lauk með sektarmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra? 

   

   

  9. Hvað hefur skattrannsóknarstjóri ríkisins rannsakað mörg mál þar sem um hefur verið að ræða vanskil á fjármagnstekjuskatti á tímabilinu 2010–2016? Hve háar fjárhæðir voru í vanskilum í þeim tilvikum og hve mikið hefur innheimst? Hversu miklum vanhöldum reiknar ráðherra með á innheimtu fjármagnstekjuskatts á umræddu tímabili, sbr. skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum frá því í september 2016?

   

   

  10. Hver er ábyrgð löggiltra endurskoðenda vegna rangra skila og rangra upplýsinga, af ásetningi eða af gáleysi? Eru dæmi um að löggiltir endurskoðendur hafi á umræddu tímabili sætt refsingu vegna brota á skattalögum?

   

   

  11. Hversu mörg peningaþvættismál hafa komið upp á Íslandi á tímabilinu 2010–2016? Hyggst ráðherra láta rannsaka þennan þátt spillingar sérstaklega, sbr. skýrsla ráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum frá því í september 2016, og áhrif þess á skattgreiðslur?

   

  12. 

  Skattrannróknarstjóri keypti gögn með upplýsingum um Íslendinga í svokölluðum skattafylgsnum eða aflandssvæðum árið 2015:

  a. Hvenær var gengið frá kaupunum og hvað var greitt fyrir listann?

  b. Fyrntust einhver mál frá því að yfirvöldum buðust umrædd gögn og þar til gengið var frá kaupunum og ef svo er, hve mörg og hversu miklar kröfur töpuðust?

  c. 

  Hefur skattyfirvöldum boðist að kaupa sambærileg eða svipuð gögn frá innlendum eða erlendum aðilum?

  d. Hvað voru margir á listanum sem skattrannsóknarstjóri keypti (einstaklingar og lögaðilar) og við hvaða gjaldeyri voru umrædd gögn miðuð, þ.e. hvert var gengi myntarinnar þegar umrædd gögn buðust og hvert var gengið þegar þau voru keypt?

  e. Tengjast lögaðilar og einstaklingar innbyrðis á einhvern hátt, og hvernig flokkast viðkomandi einstaklingar miðað við yfirflokk starfaflokkunar Hagstofu Íslands?

  f. Hvað tóku skattyfirvöld mörg mál til rannsóknar (embætti, einstaklingar og lögaðilar) og með tilliti til hvers og/eða hvað laga voru þau valin eða ákveðið að falla frá rannsókn (sbr. opinber skipti/einkaskipti dánarbúa)?

  g. Hver var heildarupphæðin sem svikin var undan skatti í krónum talið og í upphaflegri mynt (einstaklingar og lögaðilar)? Hver var hæsta upphæðin og hver var lægsta upphæðin í hvoru tilviki? Er þessum málum lokið? Ef svo er ekki, hve mörgum málum er lokið og hvenær má búast við að þeim ljúki? Hver var upphæð þeirra mála sem tekin voru til rannsóknar í krónum talið og þeirri mynt sem hún var geymd í? Hve há er sektin? Hver eru áhrif gengis á skattlagningu og sekt?

   

   

  13. Árið 2016 birtu alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna upplýsingar um eignir Íslendinga í svokölluðum skattafylgsnum eða aflandssvæðum: 

  a. Hversu margir lögaðilar og hversu margir einstaklingar eru í umræddum gögnum? 

  b. Hver var heildarupphæðin í umræddum gögnum í krónum talið og í upphaflegri mynt (einstaklingar og lögaðilar)? Hver var hæsta upphæðin og hver var lægsta upphæðin í hvoru tilviki? Er þessum málum lokið? Ef svo er ekki, hve mörgum málum er lokið og hvenær má búast við að þeim ljúki? Hver var upphæð þeirra mála sem tekin voru til rannsóknar í krónum talið og þeirri mynt sem fjármunirnir voru varðveittir í? Hve há er sektin? Hver eru áhrif gengis á skattlagningu og sekt? 

  c. Tengjast lögaðilar og einstaklingar innbyrðis á einhvern hátt, og hvernig flokkast viðkomandi einstaklingar miðað við yfirflokk starfaflokkunar Hagstofu Íslands? 

  d. Hversu margir (lögaðilar/einstaklingar) koma fyrir á báðum þessum listum (eða fleiri listum sem skattyfirvöld kunna að hafa fest kaup á), sbr. 12. tölul.?

   

   

  14. 

  Hvernig hyggst ráðherra sækja féð til skattafylgsna, sbr. skýrslu ráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum frá því í september 2016? Hefur verið gerð aðgerðaáætlun?   

   

   

  Í skýrslunni er fjallað um þau atriði sem óskað var eftir að tekið yrði til umfjöllunar og er framsetning skýrslunnar í samræmi við það. Skýrslan fylgir hér með í viðhengi.

   

   

 • Greinina er að finna í hlekk með fréttinni.

   

 • Efni Tíundar að þessu sinni er eftirfarandi:

  1.  Leiðarinn
  2.  Potemkin-tjöld aflandsfélaga
  3.  Aukin þjónusta vegna álagningar og innheimtu
  4.  Hagskýrslugerð og skattframtöl
  5.  Virðisaukaskattur
  6.  Inga Jóna Óskarsdóttir formaður FBO
  7.  Birting álagningar
  8.  Rafrænn persónuafsláttur
  9.  Annáll nútíma skattasögu
  10. Ársreikningaskrá
  11. Aflandsfélög
  12. Álagning lögaðila 2016
  13. Raunverulegur eigandi
  14. Úrskurðir yfirskattanefndar
  15. Dómar
  16. Bindandi álit
  17. Lokaorðið
  18. Upplýsingatafla RSK

 •  

  Í skýrslunni eru m.a. tilgreindar tíu tillögur um bætta almenna skatta:

   

  1. Allir telji fram sem einstaklingar
  2. Barnabætur fylgi barni
  3. Vaxtabætur verði lagðar niður
  4. Ný skattþrep og persónuafsláttur
  5. Fækkun undanþága og sameining þrepa
  6. Raunávöxtun skattlögð í stað nafnávöxtunar
  7. Sveiflujöfnun tryggingagjalds
  8. Frádráttur vaxtagjalda takmarkaður 
  9. Eftirgjöf skulda myndi ekki skattskyldu
  10. Samræma skattlagningu samlagshlutafélaga við önnur félagaform

   

   

  Skýrsluna má finna í hlekk með fréttinni.