Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Barnabætur - málsmeðferð ríkisskattstjóra

Úr úrskurði yfirskattanefndar nr. 77/2016:

Að virtum þeim upplýsingum sem fram komu í skattframtali kæranda árið 2016 varðandi framfærslu dóttur kæranda á árinu 2015 verður ekki talið að unnt hafi verið að slá því föstu að kærandi gæti ekki talist framfærandi barnsins í árslok 2015, sbr. 1. mgr. A-liðar 68. gr. laga nr. 90/2003, hvað sem leið lögheimilisskráningu. Verður að telja að þessar upplýsingar hafi gefið tilefni til að ríkisskattstjóri kannaði nánar hvernig högum kæranda og dóttur hans væri háttað. Rétt er að taka fram að ekki verður annað séð en að kærandi hafi hagað framtalsskilum sínum að þessu leyti í samræmi við leiðbeiningar ríkisskattstjóra sjálfs á vef embættisins, en þar kemur fram varðandi barnabætur að sé barn skráð til heimilis annars staðar en hjá raunverulegum framfæranda skuli það leiðrétt með því að færa barn á framtal hans og rita skýringar í athugasemdir. Samkvæmt framansögðu verður ekki talið að ríkisskattstjóri hafi séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en hann tók hina umdeildu ákvörðun sína, sbr. rannsóknarreglu 10. gr. laga nr. 37/1993. Þá er til þess að líta að í kæruúrskurði ríkisskattstjóra var í engu getið þeirra lagareglna sem gilda um greiðslu barnabóta, sbr. A-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 og ákvæði reglugerðar nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta. Var rökstuðningur ríkisskattstjóra ófullnægjandi og uppfyllti ekki lagakröfur, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 90/2003 og 1. og 2. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Vegna framangreindra annmarka á málsmeðferð ríkisskattstjóra, sem telja verður verulega, verður ekki hjá því komist að ómerkja kæruúrskurð ríkisskattstjóra að því leyti sem varðar kæruefni málsins. Af því leiðir að senda verður ríkisskattstjóra kæru kæranda til meðferðar og uppkvaðningar nýs kæruúrskurðar í samræmi við það sem að framan greinir og að gættum þeim atriðum sem þýðingu hafa fyrir úrlausnarefnið