Velkomin á heimasíðu Skattatíðinda.is

Breytingar á sköttum og öðrum opinberum gjöldum eru tíðar. Breytingarnar skipta einstaklinga og fyrirtæki miklu máli og því er mikilvægt að fylgjast vel með. Á heimasíðu Skattatíðinda má ávallt nálgast nýjustu upplýsingar á aðgengilegan og einfaldan hátt.

 

Ef einhverjar spurningar vakna eru starfsmenn KPMG ehf. ávallt reiðubúnir að aðstoða.

Breytingar á lögum um ársreikninga

 

 

Fram kemur í greinargerð með frumvarpi laganna að megináhersla sé lögð á einföldun fyrir félög í landinu og að draga úr umsýslukostnaði minnstu félaganna og bæta viðskiptaumhverfi þeirra. Einnig er með frumvarpinu innleidd tilskipun Evrópusambandsins 2013/34/ESB sem fjallar um ársreikninga félaga af tiltekinni gerð og fellir úr gildi ársreikningatilskipanir Evrópusambandsins til margra ára, 78/660/EBE og 86/349/EBE.

 

Vakin er athygli á því að hagnaður sem færður er í rekstrarreikning er ekki allur tækur til arðgreiðslu. Í fyrsta lagi þá er tiltekið að félög sem eignfæra þróunarkostnað  skulu færa sömu fjárhæð af óráðstöfuðu eigin fé á sérstakan lið meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta arði af. Í öðru lagi þá er óheimilt að úthluta arði úr endurmatsreikningi sé nýtt heimild til að meta rekstrarfjármuni á gangvirði. Í þriðja lagi þá skal færa sömu fjárhæð vegna matsbreytingar á fjáreignum tilgreindum á gangvirði við upphaflega skráningu af óráðstöfuðu eigin fé á gangvirðisreikning á meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta arði af að teknu tilliti til skattáhrifa eftir því sem við á. Í fjórða lagi þá er tilgreint, að nemi hlutdeild í afkomu dóttur- eða hlutdeildarfélaga sem færð er í rekstrarreikning hærri fjárhæð en sem nemur mótteknum arði eða þeim arði sem ákveðið hefur verið að úthluta skal mismunurinn færður á bundinn hlutdeildarreikning á meðal eigin fjár.