Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Breytingar á ýmsum lögum um stuðning við fjármögnum og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti

Meginefni laga nr. 79/2016:

 

  • Gerðar eru breytingar á skattalegri meðferð tekna vegna kaupa manns á hlutabréfum samkvæmt kauprétti sem hann hefur öðlast vegna starfa fyrir annan aðila, skv. 9. gr. tekjuskattslaga, þær verða skattlagðar við sölu bréfanna í stað afhendingardags/innlausnar.
  • Hagnaður eiganda breytanlegra skuldabréfa, sem breytt er í hlutabréf á lægra verði en gildir almennt á markaði, verður skattlagður við sölu bréfanna í stað nýtingar breytiréttarins.
  • Erlendir sérfræðingar sem ráðnir eru til starfa hér á landi verða einungis skattskyldir af 75% tekna sinna en 25% þeirra verða skattfrjálsar og undanþegnar staðgreiðslu fyrstu þrjú árin í starfi að uppfylltum frekari skilyrðum.
  • Einstaklingur er kaupir hlutabréf nýtur skattaafsláttar, að teknu tilliti til ýmissa skilyrða.
  • Hámark rannsóknar- og þróunarkostnaðar til viðmiðunar á skattfrádrætti nýsköpunarfyrirtækja, er hækkað.
  • Veltuviðmið við skilgreiningu lítilla fyrirtækja er hækkað.