Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Duldar arðgreiðslur

Úr úrskurði nr. 80/2017:

Samkvæmt því sem rakið hefur verið hér að framan verður talið að Þ ehf. hafi staðið straum af persónulegum útgjöldum kærenda með þeim fjárhæðum sem greinir í hinum kærða úrskurði ríkisskattstjóra. Að virtum framangreindum útgjöldum og eins og atvikum er að öðru leyti háttað verður talið að upphafsákvæði 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2003 hafi tekið til umræddra greiðslna félagsins þannig að telja verði þær sem tekjur kærenda af hlutareign í félaginu, sbr. H 1997:602. Ber því að telja umræddar greiðslur til tekna hjá kærendum sem laun samkvæmt 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, enda er ljóst að ekki var um neina þá lögleyfðu úthlutun af fjármunum einkahlutafélagsins að ræða sem getið er í 73. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Samkvæmt þessu verður ákvörðun ríkisskattstjóra látin standa óhögguð að því er þetta kæruatriði varðar.