Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Endurgreiðsla oftekinna skatta - dráttarvaxtatímabil

Úr héraðsdómi nr. E-3941/2015:

 

 

[...]   Ákvæði 1. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995 mæla fyrir um að við endurgreiðslu oftekinn skatta og gjalda skv. 1. gr. skuli greiða gjaldanda vexti sem skulu vera þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður og birtir skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af því fé frá þeim tíma sem greiðslan átti sér stað og þar til endurgreiðslan fer fram. Í 2. mgr. 2. gr. segir að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skuli greiða dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim tíma er gjaldandi sannanlega lagði fram kröfu um endurgreiðslu ofgreiddra skatta eða gjalda. Í 4. mgr. segir að ákvæði greinarinnar gildi ekki þar sem lög mæla fyrir á annan veg. Lög nr. 29/1995 eru frá 6. mars 1995 og samhliða samþykkt þessara laga voru samþykkt lög nr. 31. 6. mars 1995 sem tóku til breytinga á ýmsum lögum er vörðuðu rétt til endurgreiðslu og vaxta af ofteknum sköttum og gjöldum, þar á meðal 112. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt og bættist þá við 3. mgr. við greinina. Hún varð síðar óbreytt að 3. mgr. 114. gr. laga nr. 90/2003 sem stefndi byggir á að eigi við um sakarefnið í máli þessu. Í 3. mgr. laga 90/2003 segir að sé kæra til meðferðar hjá yfirskattanefnd og nefndin leggur ekki úrskurð á kæru innan lögboðins frests skv. 1.  og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 30/1992 skuli greiða skattaðila dráttarvextai af fjárhæð sem yfirskattanefn úrskurðar að skuli endurgreiða, eða dæmd er síðar, frá þeim tíma þegar frestur nefndarinnar til að kveðju upp úrskurð leið. Í 4. mgr. segir síða n að ætíð megi krefjast dráttarvaxta frá þeim tíma er dómsmál telst höfðað til endurgreiðslu skatt samkvæmt lögum þessum. Samkvæmt því sem rakið hefur verið fjalla 2. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995 og 3. mgr. 114. gr. laga nr. 90/2003 ekki um sama tilvikið.

 

Við mat á því hvor þessara reglna eigi við um atvik í máli þessu ber til þess að líta að almenna reglan er sú að heimilt er að krefjst dráttarvaxta frá þeim degi er liðinn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í athugasemdum með frumvarpi með lögum nr. 29/1005 segir að: „Rökin með greiðslu dráttarvaxta eru þau að slíkir vextir eru lögbundnar bætur vegna tjóns sem almennt má ætla að kröfuhafi verði fyrir vegna greiðsludráttar og þá jafnframt að jafna megi oftöku skattfjár til slíks greiðsludráttar. Gjaldendur sjálfir þurfi í öllum tilvikum að greiða dráttarvexti ef þeir greiða ekki álögð gjöld á gjalddaga og því sé sanngjarnt að þeir fái féð til baka með sömu vöxtum ef í ljós kemur á síðari stigum að þeir hafi greitt of mikið“. Í athugasemdum segir síðan að meginreglan um vexti ofgreiddra skatta eigi að vera sú að beita almennum vöxtum, en þrátt fyrir þá meginreglu er gerð grein fyrir því að í frumvarpinu sé viðurkenndur réttur til greiðslu dráttarvaxta af  ofgreiðslu skatta ef gjaldandi fær ekki endurgreidda skatta innan 30 dag  eftir að hann setur fram kröfu þar að lútandi. Síðan segir í athugasemdum að dráttarvaxtaákvæði frumvarpsins sé fyrst og fremst ætlað að ná til þeirra tilvika þegar ágreiningur er milli gjaldanda og stjórnvalda um grundvöll eða fjárhæð skattgreiðslu. Í þeim tilvikum séu stjórnvöldum heimil innheimtuúrræi gegngjaldanda og þyki eðlilegt að gjaldandi fá fé endurgreitt með dráttarvöxtum ef á síðari stigum máls er viðurkenndur endurgreiðsluréttur. Telja verður að vilji löggjafans sé skýr hvað þetta varðar. Hér er um sérreglu að ræða, en telja verður að hún eigi við varðandi það álitaefni sem hér er til úrlausnar. Atvik eru hins vegar ekki með þeim hætti sem lýst er í 3. mgr. 114. gr. laga nr. 90/2003. Hafnað er því rökstuðingi stefnda fyrir því að hún eigi við um sakarefni í máli þessu. Þá vísast í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar Íslands í málin nr. 241/2010.

 

Stefnandi  greiddi tollstjóra þann 21. janúar 2014 framangreinda hækkun ríkisskattstjóra á tekjuskatti hans og gerði á sama degi kröfu um endurgreiðslu hins oftekna skatts. Með vísan til 2. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995 um dráttar vexti um endurgreiðslu oftekinni skatta og gjalda er fallist á kröfu stefnanda um Tollstjóra beri að miða dráttarvaxtaútreikning við 21. janúar 2014, sbr. 2. tl. dómkrafna stefnanda. Samkvæmt þessari niðurstöðu er fallist á kröfu stefnanda um að hrundið verði úrskurði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. september 2015 og úrskurði tollstjóra, dags. 4. mars  2015 í málum stefnanda, en í úrskurðum var byggt á að miða ætti upphafstíma dráttarvaxta með vísan til 3. mgr. 114. gr. laga nr. 90/2003.