Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, innheimtuhlutfall í staðgreiðslu og persónuafsláttur árið 2017

Tekjuskattshlutfall á árinu 2017 verður 22,5% af tekjuskattsstofni að 10.016.488 kr. og 31,8% af tekjuskattsstofni frá 10.016.489 kr.

 

Meðalútsvar á árinu 2017 samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarstjórna verður 14,44%. Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu á árinu 2017 verður því 36,94% af tekjuskattsstofni að 10.016.488 kr. og 46,24% af tekjuskattsstofni frá 10.016.489 kr.

 

Samkvæmt A-lið 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal persónuafsláttur hvers einstaklings á árinu 2017 vera 634.880 krónur, eða 52.907 krónur að meðaltali á mánuði