Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Fjárlagafrumvarp 2018

 

 

Hærra þrep virðisaukaskatts lækkar úr 24% í 22,5% 2019.

Boðuð er lækkun hærra skattþreps virðisaukaskatts úr 24% í 22,5% frá og með 1. janúar 2019.

 

 

Virðisaukaskattur af ferðþjónustu í hærra þrep 2019.

Boðuð er tilfærsla ferðaþjónustu úr lægra skattþrepi virðisaukaskatts í það hærra frá og með 1. janúar 2019.

 

 

Samræmt kerfi grænna skatta.

Boðað er samræmt kerfi grænna skatta sem feli í sér álögur á mengandi starfsemi. Kerfinu er ætlað að skapa hvata til samdráttar í losun koltvísýrings og hvata til mótvægisaðgerða við losun.

 

 

Hækkun kolefnisgjalds.

Lögð er til tvöföldun kolefnisgjalds af jarðefnaeldsneyti, þ.e. bensíni, olíum og gasi.

 

 

Samræming gjaldtöku af bensíni og olíu.

Lögð er til rúmlega 19% hækkun olíugjalds í því augnamiði að færa heildar skattlagningu af olíunotkun til samræmis við heildar skattlagningu af bensínsnotkun.

 

 

Niðurfelling virðisaukaskatts við kaup á bílum sem losa ekki koltvísýring.

Lagt er til að gildandi ákvæði um niðurfellingu virðisaukaskatts af bílum sem losa ekki koltvísýring verði framleng til loka árs 2020 eða þar til 10.000 bílar hafa verið skráðir í viðkomandi flokki bíla. Jafnframt er lögð til rýmkun þessar ívilnunar þannig að hún taki ekki aðeins til rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla heldur einnig til annarra bíla sem losa ekki koltvísýring við notkun.

 

 

2,2% hækkun krónutöluskatta.

Í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarps er lögð til 2,2% hækkun krónutöluskatta. Skattar þessir eru áfengisgjald, tóbaksgjald, bensíngjald, kílómetragjald, bifreiðagjald, útvarpsgjald og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra.

 

 

Sérstök hækkun áfengisgjalds á léttvín

Auk almennrar 2,2% hækkunar áfengisgjalds er lögð til 9,8% hækkun áfengisgjalds á léttvín, til samræmis við áfengisgjald af öli.