Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Fjárlagafrumvarp 2020

 

Helstu áherslur frumvarpsins að mati fjármála- og efnahagsráðherra

 

Í kynningu fjármála- og efnahagsráðherra eru sex atriði nefnd sem helstu áhersluatriði. Eru þau sem hér segir:

 

1. Lægri tekjuskattur

Samkvæmt kynningunni skal bæta við nýju lægra þrepi tekjuskatts, breyta persónuafslætti og skattleysismörkum með það að leiðarljósi að auka ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins.

 

Tekjuskattsbreytingarnar koma til í skrefum og er gert ráð fyrir að þær verði að fullu komnar til framkvæmda árið 2021. Verði aðgerðin samþykkt verður skatthlutfall lægsta þreps 31,44%, skatthlutfall næsta þreps 37,94% og skatthlutfall þess þriðja 46,24% að lokinni innleiðingu árið 2021.

 

2. Nýr Landspítali & fjölgun hjúkrunarrýma

Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut og annarra hjúkrunarheimila eru aukin.

 

3. Stuðningur við barnafjölskyldur

Frá 1. janúar 2020 skal fæðingarorlof lengjast úr níu mánuðum í tíu sem og að framlag til barnabóta skal aukið.

 

4. Orkuskipti

Í samræmi við aðgerðaráætlun og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er framlag til orkuskipta aukið í gegnum Orkusjóð.

 

4. Rannsóknir

Nýsköpun og tækniþróun er gert hátt undir höfði og nefnt lykilatriði til aukningar á framleiðni til framtíðar. Þessu til staðfestingar eru fjárframlög aukin til málaflokksins.

 

6. Samgöngur

Framlag til samgönguframkvæmda aukið.

 

Þá skulu þær lagabreytingar er varða tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins rakin.

 

 

Lagabreytingar vegna tekjuhliðar fjárlagafrumvarpsins:

 

Lög nr. 90/2003, um tekjuskatt

Í frumvarpinu er lagt til þriggja þrepa skattkerfi einstaklinga með nýju lágtekjuþrepi. Er aðgerðinni ætlað að auka ráðstöfunartekjur tekjulægsta hóps samfélagsins um tíu þúsund krónur á mánuði.

 

Þá er lagt til að skerðingarmörk barnabóta hækki í 325 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020.

 

Ákvæði um tímabundna hækkun á vaxtabótum, sem hefði að öllu óbreyttu fallið niður um næstu áramót, skal framlengt um eitt ár.

 

Lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Vegna tillögunnar um þriggja þrepa skattkerfi einstaklinga er einnig nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.

 

Lög nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald

Þá er lagt til að olíugjald, kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald verði hækkað um 2,5%.

 

Lög nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Lagt er til að sérstakt vörugjald af bensíni verði hækkað um 2,5%.

 

Lög nr. 39/1988, um bifreiðagjald

Lagt er til að bifreiðagjald af bensíni verði hækkað um 2,5%.

 

Lög nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki

Lagt er til að áfengis- og tóbaksgjald verði hækkað um 2,5%.

 

Lög nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak

Verðlagning áfengis og tóbaks skal hækka.

 

Lög nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu

Sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins skal hækkað um  2,5%.

 

Lög nr. 125/1999, um málefni aldraðra

Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra skal hækkað um 2,5%.

 

Lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald

Breytingar vegna tillagna stjórnar Úrvinnslusjóðs um breytingar á fjárhæðum úrvinnslugjalda.

 

Lög nr. 129/2009 um umhverfis- og auðlindaskatta

Urðun almenns úrgangs skal skattlögð í þeim tilgangi að beina úrgangi í aðra, umhverfisvænni farvegi.

 

Þá skulu álögur lagðar á flúoraðar lögttegundir (f-gös) í þeim tilgangi að hraða útfösun þeirra. Er þetta einn liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Lög nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar skv. 4. mgr. 14. gr. laganna skal breytt til samræmis við breytingar á meðalverði losunarheimilda á Evrópska efnahagssvæðinu eins og það er á árstímabili sem lýkur 31. júlí árið áður.

 

 

Lagabreytingar vegna gjaldahliðar fjárlagafrumvarpsins:

 

Lög nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl.

Í frumvarpinu er lagt til að fjárhæð sóknargjalda verði fest við 930 kr. á einstakling á mánuði en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um 0,56%.

 

Lög nr. 125/1999, um málefni aldraðra

Heimild Framkvæmdasjóðs aldaðra til að verja fé til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða, skal framlengd.

 

Þá er lagt til að ákvæði til bráðabirgða um samanburð á útreikningi kostnaðarþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum verði framlengt.

 

Lög nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Í þeim tilgangi að koma í veg fyrir víxlverkanir örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða fyrir árið 2020 gerir frumvarpið ráð fyrir breytingum á ofangreindum lögum.

 

Lög nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara

Lagt er til að að hlutfall af álagningarstofni sem gjaldskyldir aðilar skulu greiða miðað við áætlaðan rekstrarkostnað stofnunarinnar fyrir árið 2020 með hliðsjón af áætlaðri stöðu í árslok 2019, skuli hækkað.

 

Lög nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi

Í samræmi við áætlaðan rekstrarkostnað Fjármálaeftirlitsins og lögbundið hámark á eigið fé stofnunarinnar gerir frumvarpið ráð fyrir breytingu á eftirlitsgjaldi.

 

Lög nr. 60/2012, um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða

Bráðabirgðaákvæði er kveða á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingafé og að atvinnurekendur, þeir sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóðir greiði 0,10% hlutfall af stofni til iðgjalds skulu framlengd.

 

Ný löggjöf um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna

Frumvarpið leggur til að komið verði á laggirnar nýju stuðningskerfi handa námsmönnum til samræmis við það sem kynnt var í fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024 og er því ætlað að koma í staðinn fyrir gildandi námslánakerfi. Til þessa þarf að

 

Lög nr. 38/2011, um fjölmiðla

Frumvarpið ráðgerir að ýmsar breytingar verði gerðar á lögum um fjölmiðla.

 

Lög nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof

Samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs lengist úr níu mánuðum í tíu mánuði vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar.

 

Lög nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum

Með það að markmiði að koma í veg fyrir víxlverkanir örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða fyrir árið 2020 er lagt til að breyting verði gerð á 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða.

 

Lög nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum

Með það að markmiði að koma í veg fyrir víxlverkanir örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða fyrir árið 2020 er lagt til að breyting verði gerð á 18. tölul. ákvæðis til bráðabirgða.

 

Þá er gert ráð fyrir breytingum á því skilyrði fyrir greiðslu hálfs lífeyris frá almannatryggingum að samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum verði að lágmarki jafnhár fullum ellilífeyri almannatrygginga, þ.e. að skilyrði verði sett fyrir töku hálfs lífeyris þannig að lífeyrisþegi stundi að hámarki hálft starf og að greiðslur verði tekjutengdar.

 

Ný sérstök löggjöf um félagslegan stuðning við aldraða

Frumvarpið gerir það að tillögu sinni að sett verði sérstök löggjöf um félagslega aðstoð ríkisins við aldraða. Lögin skulu kveða á um að það sé gert heimilt að veita öldruðum einstaklingum, sem ekki hafa búið nægjanlega lengi á Íslandi til að hafa öðlast full réttindi til ellilífeyris hér á landi, viðbótarstuðning. Stuðningur þessi greiðist eingöngu þeim sem eru búsettir og dvelja á Íslandi, hafa heildartekjur undir ákveðnu tekjuviðmiði og eiga ekki eignir í peningum eða verðbréfum yfir tilgreindri fjárhæð.

 

Ný lög um fyrstu kaup íbúðarhúsnæðis

Ráðgert er að lög verði sett um úrræði til að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að festa kaup á sínu fyrsta íbúðarhúsnæði.

 

Meðfylgjandi er hlekkur í umfjöllun á vef stjórnarráðsins um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020.