Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Frumvarp til laga - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum

 

Meginefni frumvarpsins:

 

Í fyrsta lagi er lögð til takmörkun á tapsfrádrætti félaga í lágskattaríki. Nýting eftir-stöðva rekstrartapa verður óheimil nema um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða og fullnægjandi gögn liggi til grundvallar tapi og nýtingu þess.

 

þriðja lagi er lögð til takmörkun á yfirfærslu einstaklingsrekstrar yfir landamæri í einkahlutafélag í lágskattaríki.

 

Í fjórða lagi er lagt til að flutningar lögheimilis eða eigna til ríkja sem teljast lágskattaríki verði takmarkaðir verulega.

 

Í fimmta lagi er lögð til endurskoðun á CFC ákvæðinu, sem fjallar um skattlagningu aðila sem eiga beina eða óbeina eignaraðild að félögum, sjóðum eða stofnunum sem eru heimilisföst í lágskattaríkjum, í átt til frekari skýringar.

 

Í sjötta lagi er lagt til að upplýsingaskylda fjármálastofnana og lögmanna verði endurskoðuð.

 

Í sjöunda lagi er lagt til að heimild til endurákvörðunar verði lengd úr sex árum í tíu ár vegna tekna og eigna í lágskattaríkjum sem ekki hefur verið gerð fullnægjandi grein fyrir í skattskilum.

 

Í áttunda lagi er lagt til að fyrningartími sakar verði lengdur úr sex árum í tíu ár vegna brota sem ekki teljast meiri háttar og varða tekjur í lágskattaríkjum.

 

Í níunda lagi er lagt til að tollstjóra verði falið að annast áhættugreiningu á sviði innheimtu opinberra gjalda.

 

Í tíunda lagi er lagt til að löglærðum fulltrúum innheimtumanna verði heimilað aðgengi að skattframtölum gjaldenda í því skyni að kanna eignastöðu þeirra hafi ákvörðun verið tekin um að krefjast aðfarar vegna vanskila opinberra gjalda.

 

Í ellefta lagi er lagt til að heimildir tollyfirvalda til vinnslu og miðlunar persónuupplýsinga verði skýrðar nánar.