Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um ársreikninga

 

Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að megináhersla er lögð á einföldun fyrir félög, dregið sé úr umsýslukostnaði þeirra og við­skipta­um­hverfi bætt. Einnig er með frumvarpinu innleidd tilskipun Evrópusambandsins 2013/34/ESB sem fjallar um ársreikninga félaga af tiltekinni gerð og fellir úr gildi ársreikningatilskipanir Evrópusambandsins nr. 78/660/EBE og 86/349/EBE. Fyrir utan að sameina þessar tvær tilskipanir er markmið tilskipunar 2013/34/ESB m.a. að draga úr umsýslukostnaði lítilla og meðalstórra félaga og bæta við­skipta­um­hverfi þeirra.

 

Lagt er til í frumvarpinu að þegar frestur til að skila ársreikningi til ársreikningaskrár er liðinn, þá er lögð stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 kr. á félög sem eigi hafa staðið skil á ársreikningi. Skili félag ársreikningi eða samstæðureikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagningu stjórnvaldssektar skal ársreikningaskrá lækka sektarfjárhæðina um 90%. Ef úrbætur eru gerðar innan tveggja mánaða frá tilkynningu sektarfjárhæðar skal lækka sektarfjárhæðina um 60%. Ef úrbætur eru gerðar innan þriggja mánaða frá tilkynningu sektarfjárhæðar skal lækka sektarfjárhæðina um 40%. 

 

Athygli vekur það nýmæli í frumvarpinu, að ekki er unnt að skjóta ákvörðun ársreikningaskrár um álagningu sektar til yfirskattanefndar. Samkvæmt núgildandi lögum má skjóta ákvörðun um sekt til yfirskattanefndar.