Velkomin á heimasíðu Skattatíðinda.is

Breytingar á sköttum og öðrum opinberum gjöldum eru tíðar. Breytingarnar skipta einstaklinga og fyrirtæki miklu máli og því er mikilvægt að fylgjast vel með. Á heimasíðu Skattatíðinda má ávallt nálgast nýjustu upplýsingar á aðgengilegan og einfaldan hátt.

 

Ef einhverjar spurningar vakna eru starfsmenn KPMG ehf. ávallt reiðubúnir að aðstoða.

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda

Frumvarpið er svohljóðandi:

 

1. gr.

Við 2. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Launagreiðandi skal aðgreina útsvar og tekjuskatt á launaseðli launamanns.

 

2. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

 

Greinargerð.

Með frumvarpi þessu er lagt til að launagreiðendur skuli aðgreina útsvar og tekjuskatt á launaseðlum til að launamenn eigi þess kost að sjá hvernig staðgreiðsla skatta skiptist milli ríkis og sveitarfélaga og er frumvarpinu ætlað að auka gagnsæi í opinberum fjármálum og bæta fjármálalæsi. Ríkisskattstjóri aðgreinir tekjuskatt og útsvar við álagningu en verði frumvarp þetta að lögum munu upplýsingarnar birtast á sjálfum launaseðlinum.