Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Frumvarp til laga um stuðning til kaupa á fyrst íbúð

Meginefni frumvarpsins.

Í frumvarpinu er lagt til að stutt verði við kaupendur fyrstu íbúðar og eru helstu efnisþættir eftirfarandi:

1)  Úrræði fyrir einstaklinga sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð.

 

2)  Úrræðið gildir í tíu ár samfellt fyrir hvern einstakling.

 

3)  Úrræði sem heimilar einstaklingum ráðstöfun séreignarsparnaðar sem safnast hefur upp á tilteknu tímabili til kaupa á fyrstu íbúð.

 

4)  Úrræði sem heimilar einstaklingi ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á fasteignalán sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð og sem tekið var vegna kaupann

 

5)  Úrræði sem heimilar einstaklingi ráðstöfun séreignarsparnaðar til afborgunar á óverðtryggðu láni og inn á höfuðstól láns, sem tryggt er með veði í húsnæðinu.

 

6)  Séreignarsparnaður sem nýttur er til greiðslu inn á höfuðstól lána og eftir atvikum sem afborgun vegna kaupa á fyrstu íbúð er skattfrjáls.

 

 

Hámarksfjárhæðir og önnur viðmið eru þessi:

1)  Hámarksfjárhæð á ári (12 mánuðir), samtals 500 þús. kr. á einstakling.

 

2)  Hámarksiðgjald, 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.

 

3)  Einstaklingur spari a.m.k. til jafns við framlag launagreiðanda

 

4)  Áskilið er að rétthafi eigi að minnsta kosti 50% eignarhlut í íbúðarhúsnæðinu.

 

 

Umsókn rétthafa um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður.