Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Frumvarpsdrög um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna - aðilar utan EES-svæðisins

Nánar um breytingarnar:

Í stuttu máli eru helstu breytingar er frumvarpsdrögin boða eftirfarandi:

 

1. Undanþáguheimildir vegna fasteignakaupa aðila sem búsettir eru utan Evrópska efnahagssvæðisins skýrð nánar.

 

2. Kaupverð skal koma fram í þinglýstu afsali en nú er nóg að tilgreina kaupverð í kaupsamningi og afsal hefði að geyma tilvísun til kaupsamningsins.

 

3. Samræmd opinber skráning á landupplýsingum skal vera í landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands.

 

4. Markmiðsákvæði jarðalaga taki breytingum á þá leið að sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni verði gert hærra undir höfði. Þá verði í ákveðnum tilvikum skilyrði um samþykki ráðherra fyrir aðilaskiptum að landi. Að lokum sett skýrari skilyrði fyrir afskráningu lögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum.

 

Í meðfylgjandi hlekk má finna frumvarpsdrögin.