Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Fyrirhugaðar breytingar á ýmsum skattalögum

 

Meginefni frumvarpsins.

Í frumvarpinu er að finna eftirfarandi tillögur að lagabreytingum:

Í fyrsta lagi eru lagðar til nokkrar leiðréttingar á lögum um tekjuskatt og lögum um tryggingagjald. Ekki er um efnisbreytingar að ræða. 

 

Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á samsköttun félaga. Í þeim breytingum felst að samsköttun félaga verði einnig leyfð með hlutafélögum heimilisföstum í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, ásamt föstum starfsstöðvum félaga innan Evrópska efnahagssvæðisins. 

 

Í þriðja lagi er lagt til að felld verði brott sú undantekning að ákvæði um takmörkun á frádrætti vaxta­gjalda eigi ekki við, í því tilviki að lánveitandi beri ótakmarkaða skatt­skyldu hérlendis. 

 

Í fjórða lagi er lagt til að lögfest verði nýtt ákvæði um skattlagningu leigutekna vegna útleigu íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis og annars húsnæðis í eigu einstaklinga. 

 

Í fimmta lagi er lögð til undanþága og endurgreiðsla virðisaukaskatts og annarra skatta og gjalda á grundvelli alþjóða­samninga, tvíhliða samninga eða sérstakra laga þar um. 

 

Í sjötta lagi er lagt til að saknæmi brota gegn ákvæðum tollalaga, þ.e. verknaðar við veitingu rangra eða villandi upplýsinga við innflutning eða vanrækslu upplýsingagjafar, verði bundið við að þau hafi verið framin af ásetningi eða einföldu gáleysi en ekki af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. 

 

Í sjöunda lagi er lagt til að fellt verði brott ákvæði í tollalögum vegna takmörkunar á útflæði gjaldeyris. 

 

Í áttunda lagi er lögð til sú breyting að vörugjald af grindarbílum verði 13%. 

 

Í níunda lagi eru lagðar til leiðréttingar á viðauka XIX við lög um úrvinnslugjald.