Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Fyrirhugaðar breytingar á ýmsum skattalögum

Hér að neðan eru tilgreind nokkur dæmi úr bandorminum:

 

 

Fjármagnstekjuskattur hækkar í 22%.

 

Úrskurðir ríkisskattstjóra um skattalega heimilisfesti verða kæranlegir til yfirskattanefndar.

 

Tímabundin heimild til að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjár­hæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu rafmagns-, vetnis- eða tengil­tvinnbifreiða framlengd um þrjú ár og settar takmarkanir á fjölda bifreiða sem undir hana geta fallið

 

Sérstakt 100.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega sem gildir einnig um greiðslu heimilisuppbótar sem greiðist þeim ellilífeyrisþegum sem halda einir heimili.

 

Útvarpsgjald hækkar í kr. 17.100.

 

Kolefnisgjald hækkar um 50%. Hækkunin beinist gegn losun koltvísýrings í andrúmsloftið og tengist skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum.