Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Kæruréttur til yfirskattanefndar - tvísköttunarsamningar

Nánar um úrskurð yfirskattanefndar:

 

Kærandi var pólskur undirverktaki við byggingaframkvæmdir á Íslandi. Kærandi hafði lagt fyrir ríkisskattstjóra umsókn, á forminu RSK 5.42 - Application under Double Taxation Agreement for an Exemption or partial relief from Icelandic Taxation, vegna þá yfirstandandi tekjuárs. Ríkisskattstjóri synjaði umsókninni. Þeirri ákvörðun vildi kærandi ekki una og kærði hana til yfirskattanefndar. Yfirskattanefnd vísaði kærunni frá á þeirri forsendu að ákvörðun ríkisskattstjóra félli ekki undir úrskurðarvald sitt, enda væri ljóst að afgreiðsla málsins tengdist ekki með neinum hætti álagningu tekjuskatts kæranda vegna liðins tímabils.