Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Lög um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum ofl.

Með lögum nr. 112/2016 eru m.a innleiddar þrjár af aðgerðum BEPS (Base Erosion and Profit Shifting) er lúta að sköttum. 

 

Í fyrsta lagi eru settar reglur um fasta starfsstöð. Samkvæmt skilgreiningu telst starfstöð hvar starfsemi fyrirtækis fer fram að nokkru eða öllu leyti. Skilgreiningin er í samræmi við 5. gr. samningsfyrirmyndar OECD um tvísköttunarsamninga frá árinu 2014 sem Ísland hefur samþykkt

 

 

Í öðru lagfi er settar reglur um þunna eiginfjármögnun. Fádráttur vaxtagjalda og affalla vegna lánaviðskipta takmarkast við 30% af hagnaði skattaðila,  Ákvæðið á þó ekki við ef: 

a) axtagjöld og afföll skattaðila, vegna lánaviðskipta við tengda aðila  eru lægri en 100 millj. kr.

b) lánveitandi ber ótakmarkaða skattskyldu hérlendis.

c) Skattaðili sýnir fram á að eiginfjárhlutfall hans sé eigi lægra en tveimur prósentustigum undir eiginfjárhlutfalli samstæðu sem hann tilheyrir; undanþágan gildir þó ekki ef eigið fé skattaðila var hækkað innan við sex mánuðum fyrir dagsetningu efnahags­reiknings og lækkað aftur að samsvarandi fjárhæð innan við sex mánuðum eftir dagsetningu efna­hagsreiknings; hafi skattaðili bókfært eignarhlut í öðru fyrirtæki samstæðunnar sam­kvæmt hlutdeildaraðferð ber við útreikning á eiginfjárhlutfalli að miða við kostnaðar­verð eignar­hlutans.

d) Skattaðili er fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, vátryggingafélag sam­kvæmt lögum um vátryggingastarfsemi eða félag í eigu fyrrgreindra aðila sem starfar í sambærilegum rekstri.

 

Ráðherra er heimilt að setja reglugerð er kveður nánar á um skilyrði við framkvæmd greinarinnar og skilgreiningar hugtaka.

 

í þrðja lagi eru settar reglur um Ríki-fyrir-ríki skýrslur.  Móðurfélagi, sem skráð er hérlendis og á félag/félög erlendis, er skylt að skila til ríkisskattstjóra svokallaðri ríki-fyrir-ríki skýrslu (e. Country-by-Country. Þó þarf ekki að skila skýrslu ef tekjur heildarsamstæðu voru lægri en 100 milljarðar kr. Ráðherra setur síðan reglugerð um nánari framkvæmd á ákvæðinu.

 

Jafnframt bætast við ákvæði um að sök vegna eigna og tekna í lágskattaríkjum fyrnist á 10 árum.