Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð

Fyrsta og önnur grein laga nr. 11/2016 hljóða svo:

 

1. gr.

Gildissvið.

 Lög þessi gilda um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar, sbr. 8. gr. laga um skyldutrygg­ingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, til kaupa á fyrstu íbúð.

 

2. gr.

Ráðstöfun og skilyrði fyrir úttekt séreignarsparnaðar.

 

Rétthafa séreignarsparnaðar er heimilt að nýta viðbótariðgjald, sem greitt er á samfelldu tíu ára tímabili, eftir gildistöku laga þessara, að tilteknu hámarki á ári, sbr. 4. gr., með því að: a. 

verja uppsöfnuðu iðgjaldi til kaupa á fyrstu íbúð og/eða b:  ráðstafa iðgjaldi inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð.Þá er rétthafa heimilt að nýta iðgjald sem afborgun inn á óverðtryggt lán, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, og sem greiðslu inn á höfuðstól þess eftir því sem nánar er kveðið á um í 3. gr.   Skilyrði úttektar á séreignarsparnaði er að rétthafi hafi ekki áður átt íbúð og að hann afli sér íbúðarhúsnæðis annaðhvort einn eða í félagi við annan einstakling. Þá skal rétthafi eiga að minnsta kosti 30% eignarhlut í þeirri íbúð sem aflað er.   Rétthafi velur upphafsdag hins samfellda tíu ára tímabils með því að tiltaka í umsókn upp­safnað iðgjald sem hann hyggst verja til kaupa á fyrstu íbúð, sbr. a-lið 1. málsl. 1. mgr., eða með því að hefja ráðstöfun iðgjalds inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, sbr. b-lið 1. málsl. 1. mgr. Sama gildir um ráðstöfun iðgjalds inn á óverðtryggt lán, sbr. 2. málsl. 1. mgr. Með hugtakinu tíu ára samfellt tímabil er átt við 120 mánaða samfellt tímabil frá upphafsdegi eins og hann er skilgreindur í 1. málsl. Verði rof hjá rétthafa á greiðslu ið­gjalda leiðir það til þess að rétturinn fellur niður en hann getur stofnast að nýju hefji hann iðgjaldagreiðslur áður en tíu ára tímabilinu er lokið. Hafi orðið rof á greiðslu iðgjalda í lengri tíma en þrjá mánuði skal rétthafi sækja um réttinn að nýju.  Heimild rétthafa til að ráðstafa viðbótariðgjaldi samkvæmt lögum þessum fellur ekki niður þótt rétthafi selji íbúðina og kaupi sér nýja íbúð í stað þeirrar sem seld var. Skilyrði er að skipti á íbúð fari fram innan tíu ára tímabilsins, sbr. 3. mgr., og að kaup rétthafa á nýrri íbúð fari fram innan tólf mánaða frá síðustu sölu þeirrar íbúðar sem veitti rétt til úttektar séreignar­sparnaðar samkvæmt lögunum. Rétthafa er heimilt að ráðstafa viðbótariðgjaldi inn á lán með veði í hinni nýju íbúð þangað til hinu tíu ára samfellda tímabili lýkur.

 

Í fjórðu grein laganna kemur fram að heimild rétthafa skv. 2. gr. takmarkast við allt að 4% framlag hans, að hámarki 333 þús. kr., og allt að 2% framlag launagreiðanda, að hámarki 167 þús. kr., af iðgjaldsstofni, saman­lagt að hámarki 500 þús. kr. fyrir hverja tólf mánuði á samfelldu tíu ára tímabili.     Framlag rétthafa má ekki vera lægra en framlag launagreiðanda.

 

Umsókn rétthafa um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð skv. 2. gr. skal beint rafrænt til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður. Jafnframt skal hann hafa eftirlit með útgreiðslu iðgjalda samkvæmt lögum þessum.  Ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga þessara eru kæranlegar til yfirskattanefndar.  Við 28. gr. laga nr. 90//2003 um tekjuskatt er kveður áum hvað ekki telst til tekna,  bætist nýr töluliður. Í honum kemur meðal annars eftirfarandi fram: Úttekt viðbótariðgjalds af ið­gjalds­stofni manna skv. II. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf­semi lífeyrissjóða, ef öll skilyrði laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð eru upp­fyllt.  Lögin öðlast gildi 1. júli 2017.