Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Lög um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017

Í lögum nr. 126/2016 voru meðal annars gerðar eftirfarandi breytingar á lögum (sjá nánar hlekk með fréttinni):

 

Viðmiðunarfjárhæðir barnabóta voru hækkaðar í takt við forsendur samþykktrar fjármálaáætlunar og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2017.

 

Mörk virðisaukaskattsskyldrar veltu vegna sölu á vörum og þjónustu og sölu á rafrænt afhentri þjónustu voru samræmd.

 

Tímabundin heimild til að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða er framlengd um eitt ár og fjárhæðarmörk niðurfellingar við innflutning lagfærð.
 
Gistináttaskattur er hækkaður  úr 100 kr. í 300 kr. fyrir hverja selda gistináttaeiningu frá 1. september 2017.
 
Útvarpsgjald hækkar úr í 16.400 kr. í 16.800 kr.
 
Breytingar eru gerðar á gjalddaga og eindaga fjársýsluskatts.
 
Hækkanir verða á gjaldi af áfengi og tóbaki.