Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Mismunandi áherslur og aðferðir við afnám stimpilgjalda.

Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp um afnám stimpilgjalda. Annars vegar lagt fram af helmingi þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hins vegar af þingmönnum Viðreisnar.

 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að stimpilgjöld af kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði sem eru nú 0,8% verði afnumin. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess eru að auðvelda fólki að afla sér íbúðarhúsnæðis og auka skilvirkni og flæði á markaði með íbúðarhúsnæði. Mikil þörf sé á að auðvelda fólki eins og frekast er unnt að eignast íbúðarhúsnæði, einkum við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja á húsnæðismarkaði.

 

Þingmenn Viðreisnar leggja til afnám allra stimpilgjalda í tveimur skrefum. 1. janúar 2019 verði helmingslækkun á stimpilgjöldum, þ.e. á einstaklinga og lögaðila. Stimpilgjöld lækka því niður í 0,4% á einstaklinga og niður í 0,8% á lögaðila. 1. janúar 2020 verði svo stimpilgjöld afnumin með öllu við brottfall laga um stimpilgjöld. Í greinargerð með frumvarpinu segir að gjaldtakan mismuni fyrirtækjum eftir eðli starfsemi þeirra og vegi þyngra á fyrirtæki í fjármagnsfrekum rekstri sem krefst t.a.m. viðamikils húsakosts. Skattlagning ætti heldur að taka mið af tekjum og arðsemi.

Jafnframt segir að skattur sem lagður er á fasteignaviðskipti auki kostnað við flutninga og dregur þannig úr hreyfanleika fólks. Skattlagningin gerir fólki dýrara en ella að koma sér þaki yfir höfuðið eða skipta um húsnæði vegna flutninga eða breyttra fjölskylduaðstæðna.