Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Refsimál - vanframtaldar rekstrartekjur - úttekt úr rekstri

Úr héraðsdómi nr. S-523/2016:

Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.  Við ákvörðun refsingar verður litið til játningar ákærða hér fyrir dómi. Þá hefur ákærði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi. Vísast í þessu sambandi til 5. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Að framangreindu virtu þykir fært að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Einnig ber að dæma ákærða til sektargreiðslu en vegna þess hve stórfelld brot hans eru er ekki unnt að takmarka sektarfjárhæð við lágmörk viðeigandi laga. Að þessu virtu er fjárhæð sektar ákveðin 62.540.034 krónur sem ákærða ber að greiða til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa. Með hliðsjón af því að sektarfjárhæð er umfram lögbundið lágmark og með hliðsjón af viðmiðunarreglum dómstólaráðs þykir vararefsing hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði.