Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Refsimál - vanskil VSK og staðgreiðslu launa

Í héraðsdómi  nr. S-717/2016 kemur eftirfarandi fram:

Ákærði [X], hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði [Y], hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Með hliðsjón af greiðlegri játningu ákærðu, sem ekki hafa áður sætt refsingu svo kunnugt sé, og dómvenju á þessu réttarsviði er refsing ákærðu ákveðin þannig að ákærði [X] sæti fangelsi í 10 mánuði, sem heimilt þykir að skilorðsbinda svo sem í dómsorði er mælt fyrir. Ákærði  [Y] sæti fangelsi í 3 mánuði, sem einnig þykir heimilt að skilorðsbinda svo sem í dómsorði greinir. Ákærði [X] greiði 87.300.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins en sæti ella fangelsi í 12 mánuði. Ákærði  [Y] greiði 7.350.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins en sæti ella fangelsi í 4 mánuði.