Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Refsimál - vanskil VSK og staðgreiðslu opinberra gjalda

Úr dómi Hæstaréttar nr. 777/2015:

Í forsendum hins áfrýjaða dóms er tekið fram að ekki sé ástæða til þess að draga í efa framburð ákærðu um að hún hafi í reynd ekki komið að rekstri A ehf. á þeim tíma sem ákæra tekur til, þó svo að hún hafi bæði verið skráð sem framkvæmdastjóri félagsins og stjórnarmaður þess fram til 11. mars 2013. Rekstur félagsins hafi þvert á móti með öllu verið í höndum eiginmanns hennar, sem dæmdur var til refsingar með hinum áfrýjaða dómi. Sætir þetta ekki andmælum af hálfu ákæruvaldsins. Byggja verður á framangreindri forsendu hins áfrýjaða dóms og leggja þannig til grundvallar að sannað sé að maður sem hvorki var skráður framkvæmdastjóri né stjórnarmaður í A ehf. hafi í raun borið fulla ábyrgð á skattskilum félagsins og starfsemi þess að öðru leyti. Úr því að svo stóð á verður ekki litið svo á að ákærða hafi, þrátt fyrir skráða stöðu sína, sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi í skilningi 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Með hliðsjón af dómum Hæstaréttar 31. maí 2007 í máli nr. 392/2006, 12. desember 2013 í máli nr. 354/2013, 23. janúar 2014 í máli nr. 388/2013, 30. október 2014 í máli nr. 295/2014 og 27. október 2016 í máli nr. 321/2015 verður ákærða því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.