Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Reglugerð um breytingu á reglugerð um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála

 

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1240/2015 um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Tilkynningaskyldar fjármálastofnanir skulu halda skrá yfir aðgerðir sem þær ráðast í vegna áreiðan­leika­kannana sem og hvaða gögn þær styðjast við þegar reikningar og reikningshafar eru auð­kenndir.

2. gr.

Í stað fylgiskjals skv. b. lið 39. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur nýtt fylgiskjal.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, tekur þegar gildi.