Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga örfélaga byggt á skattframtölum

Í reglugerðinni er kveðið á um hvað skuli koma fram í rekstraryfirliti og efnahagsyfirliti.  Jafnframt eru tiltekin nokkur atriði er gera þarf grein fyrir:

 

Upplýsa þarf um ábyrgðir og  ábyrgðaskuldbindingar sem ekki koma fram á efnahagsyfirliti.

 

Gera þarf grein fyrir fyrirframgreiðslum og lánveitingum til stjórnenda og eigenda félaga.

 

Upplýsa þarf um kaup og sölu eigin hluta, ástæður kaupa ofl.  Ef félag á ekki hlut í sjálfu sér, eða hefur ekki keypt eða selt hluti á reikningsárinu, skal það staðfest af stjórn og framkvæmdastjóra.

 

Skýringar þurfa að fylgja efnahagsyfirliti og rekstraryfirliti.

 

Þegar ársreikningi er skilað til ársreikningarskrár þarf að fylgja upplýsingablað með ýmsum upplúysingum um félagið, td. skal færa inn kennitölur tíu stærstu hluthafa eða alla ef þeir eru færri og færa skal inn nafn, kennitölu og eignarhluta innlendra dótturfélaga en annars nafn, eignar­hlut og heimaríki erlendra dótturfélaga.

 

Brot gegn reglugerðinnii varða refsingu samkvæmt 2. tölul. 122. gr. laga nr. 3/2006 um árs­reikninga.

 

Reglugerðin öðlast gildi strax og kemur til framkvæmda fyrir ársreikninga 2016.