Velkomin á heimasíðu Skattatíðinda.is

Breytingar á sköttum og öðrum opinberum gjöldum eru tíðar. Breytingarnar skipta einstaklinga og fyrirtæki miklu máli og því er mikilvægt að fylgjast vel með. Á heimasíðu Skattatíðinda má ávallt nálgast nýjustu upplýsingar á aðgengilegan og einfaldan hátt.

 

Ef einhverjar spurningar vakna eru starfsmenn KPMG ehf. ávallt reiðubúnir að aðstoða.

Samkomulag um tvísköttunarsamning við Liechtenstein

Úr frétt af vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins um tvísköttunarsamning milli Íslands og Liechtenstein, birt þann 20. apríl 2016:

 

Helstu efnisatriði samningsins eru þau að enginn afdráttarskattur er af arði, að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum, m.a. um 10% eignarhlutdeild í félaginu sem greiðir arðinn, móttakandi arðsins sé raunverulegur eigandi og að hann hafi átt hlutabréf í félaginu í a.m.k. eitt ár áður en arður er greiddur út. Að öðrum kosti er afdráttarskattur af arði 15%. Enginn afdráttarskattur er af vöxtum en 5% afdráttarskattur er af tilteknum þóknunum. Samkvæmt samningsdrögunum beitir Ísland frádráttaraðferð (credit method) í því skyni að koma í veg fyrir tvísköttun tekna. Á næstu mánuðum munu stjórnvöld vinna að fullgildingu samningsins í báðum samningsríkjum. Vonast er til að samningurinn geti komið til framkvæmda 1. janúar 2017.