Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - úrbætur á tekjuskattskerfi einstaklinga og barna- og vaxtabótum

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi:

 

Framtíðarúrbætur á íslenska tekjuskattskerfinu ættu að beinast að breytingum á persónuafslætti, lægra tekjuskattshlutfallinu, barnabótum og vaxtabótum.

Persónuafsláttur verði hækkaður og greiddur út til þeirra sem náð hafa 18 ára aldri, nýtist hann ekki að fullu á móti álögðum skatti.

Barna- og vaxtabótakerfi verði einfölduð og bótum beint í ríkari mæli að lágtekjuheimilum.

Ein föst fjárhæð barnabóta verði reiknuð fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, óháð fjölskyldugerð.

Skerðingarhlutfall barnabóta verði eitt og hækki töluvert frá því sem nú er.

Vaxtabætur verði felldar niður í áföngum á næstu árum.

Breytingar vaxtabóta falli að allsherjarendurskoðun á húsnæðisstuðningi stjórnvalda.