Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Stimpilgjald - breytt félagaform

Úr úrskurði yfirskattanefndar nr. 72/2017:

Eins og fram er komið skal greiða stimpilgjald af skjölum er varða eignayfirfærslu fasteigna hér á landi samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 138/2013. Samkvæmt 2. málsl. sömu málsgreinar, sbr. 38. gr. laga nr. 125/2015, á ákvæði 1. málsl. fyrrnefndrar 1. mgr. 3. gr. laganna ekki við þegar nafnbreyting verður á eiganda fasteignar í kjölfar félagaréttarlegs samruna, breytingar einkahlutafélags í hlutafélag eða skiptingar félaga. Um ráðstafanir af slíkum toga er fjallað í löggjöf um viðeigandi félagaform, sbr. t.d. XIV. kafla laga nr. 2/1995, um hlutafélög, og XIV. kafla laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, að því er snertir samruna, breytingu og skiptingu hluta- og einkahlutafélaga. Samkvæmt orðalagi sínu tekur ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 138/2013 ekki til nafnbreytingar á eiganda fasteignar í tengslum við breytingu sameignarfélags í einkahlutafélag og af lögskýringargögnum verður ekki ráðið að ætlun löggjafans hafi verið sú að slíkar ráðstafanir féllu undir ákvæðið, sbr. hér að framan. Með vísan til framanritaðs og þar sem ekki er tölulegur ágreiningur í málinu um fjárhæð stimpilgjalds vegna hinnar umdeildu ráðstöfunar verður að hafna kröfu kæranda