Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Undirritun tvísköttunarsamnings við Liechtenstein

Helstu efnisatriði samningsins eru eftirfarandi:

Enginn afdráttarskattur er af arði, að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum, m.a. um 10% eignarhlutdeild í félaginu sem greiðir arðinn, móttakandi arðsins sé raunverulegur eigandi og að hann hafi átt hlutabréf í félaginu í a.m.k. eitt ár áður en arður er greiddur út. Að öðrum kosti er afdráttarskattur af arði 15%.

 

Enginn afdráttarskattur er af vöxtum.

 

5% afdráttarskattur er af tilteknum þóknunum.

 

Samkvæmt samningnum er frádráttaraðferð beitt í því skyni að koma í veg fyrir tvísköttun og einnig er að finna ákvæði um aðstoð við innheimtu skatta.