Stimpilgjald - hlutaskipting félags

Virðisaukaskattur - veltumörk skattskyldu - fjárhæðamörk uppgjörstímabila

Sjá hlekk með fréttinni og efni úr frumvarpinu hér að neðan:

Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá apríl 2014, um nútímavæðingu íslenska virðisaukaskattskerfisins,  er lagt til að veltumörk 4. gr. virðisaukaskattslaga verði tvöfölduð, þ.e. hækkuð úr 1.000.000 kr. í 2.000.000 kr. Er hugmyndin sú að með þeirri breytingu verði dregið úr álagi á skattyfirvöld og þeim gert betur fært að beina sjónum sínum að stærri skattaðilum. Í skýrslunni er sérstaklega bent á að tiltölulega hátt hlutfall skattaðila lendi rétt ofan veltumarka og telji jafnan fram hærri innskatt en útskatt við uppgjör virðisaukaskatts með neikvæðum áhrifum á ríkissjóð. Til samanburðar má benda á að í Danmörku nema veltumörkin 50 þús. dönskum krónum, eða sem nemur um 940 þús. íslenskum krónum og í Noregi eru þau sem nemur 760 þúsund íslenskum krónum. Finnar hafa hins vegar nýverið hækkað mörkin úr sem nemur rúmum 800 þús. kr. í um 1,2 millj. kr. Í öðrum ríkjum Evrópu eru veltumörkin í mörgum tilvikum mun hærri. Í Þýskalandi nema veltumörkin sem nemur um 2,4 millj. kr., í Belgíu um 2,1 millj. kr., á Ítalíu 1,2–5,6 millj. kr., í Frakklandi um 3,9–5,9 millj. kr., á Írlandi um 5,2–10,5 millj. kr. og í Bretlandi um 15 millj. kr. Veltumörk annarra ríkja Evrópu virðast í flestum tilvikum vera á bilinu 1,4–7 millj. kr.  Veltumörkin eru ekki vísitölutengd og lækka því að raungildi með tíð og tíma. Ef veltumörk gildandi laga eru uppreiknuð miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2011 til mars 2016 nema þau 1.190.918 kr. Með það fyrir augum að létta reglubyrði smærri aðila og létta álagi á skattyfirvöldum er lagt til að veltumörk 3. tölul. 4. gr. virðisaukaskattslaga verði hækkuð úr 1 millj. kr. í 2 millj. kr.

 

[...]

 

Til að draga úr álagi á skattyfirvöld og tryggja að verðlags­breytingum sé fylgt er lagt til að fjárhæðarmörk heimildar til að breyta uppgjörstímabilum samkvæmt ákvæði 4. málsl. 1. mgr. 24. gr. virðisaukaskattslaga verði hækkuð úr 3 millj. kr. í 4 millj. kr.